HSÍ kallarnir hressir

Ótrúlegt meltdown Þorbergs Aðalsteinssonar í Utan Vallar í gær hefur skiljanlega verið ofarlega í umræðunni í dag. Það var með hreinum ólíkindum að fylgjast með Tobba fara hamförum í þættinum og dúndra fram hverri bombunni á fætur annarri. Erfitt er að geta sér til um hvað Þorbergi gekk til, hvort HSÍ sé virkilega svona ósáttir við framkomu Arons og Dags eða hvort Þorbergur hafi bara "misst sig". Hallast að hinu síðarnefnda.

Þátturinn Utan Vallar hefur styrkst frá því hann fór fyrst í loftið- það verður bara að viðurkennast. Ekki svo að skilja að svona þættir geti ekki verið góðir nema einhver eða einhverjir hendi skítabombum í allar áttir í hverjum þætti svo hann teljist góður- það skemmir hinsvegar ekki ;)

Ég er nokkuð sáttur við fréttaflutning okkar RÚV-ara í kvöld. Ég og Snorri Sturlu tókum hádegisfund um hvernig væri best hægt að tækla málið. Mikilvægast fannst okkur að ná í Aron eða Dag. Gott væri að ná tali af Guðmundi formanni, ekki crucial en mikilvægt engu að síður. Síðan gaf það fréttinni meiri dýpt að fá álit einhvers sem er vel virtur innan handboltahreyfingarinnar. Nokkur nöfn komu upp og urðum við á endanum sáttir með Palla Ólafs. Hann klikkaði ekki og rak fínan endahnút á umfjöllunina. Ekki tókst mér að ná í Guðmund eftir fundinn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aron gaf sig loks hálftíma áður en 7-fréttir hófust. Án hans var lítið kjöt á þessu öllu saman. Það var því töluvert stress í gangi klukkutíma fyrir útsendingu. Allt hafðist þetta á endanum hjá okkur Snorra og verð ég að segja- án þess að hnýta í nokkurn- að mér fannst fréttin okkar af málinu heldur betri en hjá keppinautinum. Lít hinsvegar ekki framhjá því að hún hófst hjá þeim og því alltaf ljóst að við erum "undir" í þessu öllu saman. Það hlýtur að vera mínu liði hvatning að gera betur- ef ég má orða það þannig.

Eftir stendur hinsvegar spurningin hvort Þorbergur hafi hreinlega verið í annarlegu ástandi. Veit ekkert um það og ætla alls ekki að gerast svo óábyrgur að fullyrða neitt um það. Hvort sem er þá hlýtur Þorbergur að íhuga hvort honum sé stætt á að sitja áfram í stjórn HSÍ. Ef hann ákveður ekki sjálfur að taka það skref ætti HSÍ að íhuga það alvarlega að gera það fyrir hann... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Tobbi fór mikinn og var reiður en ég held að hann hafi að mörgu leiti haft rétt fyrir sér. Geir augljóslega vildi ekki djobbið, langaði ekki í það en Aron og Dagur telja sig ekki vera tilbúnir. Menn hafa hingað til getað gert þetta með annari vinnu, Alfreð meira að segja þjálfaði í sterkustu deild í heimi samhliða landsliðsþjálfun og Gummi Gumm var í tölvuvinnu og þannig mætti lengi telja. Dagur og Aron áttu bara að segja eins og er "Ég er ekki tilbúinn" það er ekki það sama og þora ekki. Þeir vita líka sem er að það eru erfiðir tímar framundan hjá landsliðinu vegna þess að Óli Stef er hættur. Síðan held ég líka að menn séu farinir að heimta mikla peninga í íþróttum ef þeir telja sig geta eitthvað, bæði leikmenn og þjálfarar. Mér heyrðist Tobbi vera eitthvað pisst yfir því. Já blessaðir aurarnir skipta íþróttamennina miklu. Annars held ég að farsælast væri að fá útlending í þetta. T.d. Jackson Richardson eða bara Bogdan.

dóri (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband