Pása...

Upphaflega var þessi síða sett upp í þeim tilgangi að flytja fréttir af ævintýrum undirritaðs í kanalandi. Vinir og vandamenn gátu fylgst með hvað á daga mína dreif og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Sparaði mörg símtölin heim með því að rita nokkrar línur í hverri viku. Frá kanamanni flutti ég fyrir að verða ári og þörfin fyrir upplýsingaflæði því töluvert minni. Hélt þó eitthvað áfram með síðuna þar sem ég var viss um tjáningarþörf mín væri gífurlega mikil. Hef hinsvegar áttað mig á því að ég hef skoðun á mun færri hlutum heldur en ég hélt í fyrstu. Mér er ótrúlega mikið sama um endalaust marga hluti. Þ.a.l. ýtir ósætti mitt við þjóðþrifarmál ekki undir nein skrif hér. Og þar sem ég hef litla hugmynd hverjir ramba hingað inn nú til dags, hef ég lítinn áhuga á að fabúlera mikið um mig og mína. Það má því segja að ég sé gjaldþrota með ástæður fyrir áframhaldandi bloggskrifum...í bili í það minnsta.

Bless

hjh 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Búið að vera gaman að lesa síðuna þína.

Voandi verður pásan stutt.

Kv. úr MGM, AL 36117

Grassi

Gústi (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:35

2 identicon

Slakur að hætta Hjass! Ennþá slakari að reyna að halda því fram að skoðana- og yfirlýsingagleði þín fari þverrandi..að meðaltali þarf maður ekki að umgangast þig nema í svona 5 mínútur til þess að heyra skoðanir á 20 mismunandi hlutum, og þá oftast í beittari kantinum.

Legg ég til og mæli svo að þú hættir þessu væli og komir eldheitum skoðunum þínum á framfæri sem aldrei fyrr, enda þreytist maður seint á að lesa færslur sem uppfullar eru af orðum á borð við "ömurleiki", "viðurstyggð" og "viðbjóður".

Þá stýra einnig eigingjarnar ástæður skrifum mínum, þar sem ég sé fram á að tapa ákjósanlegum vettvangi fyrir rifrildi við þig. Vanmetið hefur þú mig stórkostlega ef þú heldur að rökræður mínar séu einungis bundnar við liðspartý og hálfleiksræður.  

Alli (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:44

3 identicon

Heyrðu Hjörtur!

Hmm.... ég verð að virða þessa ákvörðun þína, en geturðu ekki bara skrifað um allt þetta sem þú hefur EKKI skoðun á;o)

Bestu kveðjur,

Heiðrún Hámundar

Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband