Mann verður að passa sig

Ég fékk smá (bara smá) hnút í magann í gær þegar ég las fréttina um skotárásina í höfuðstöðvum CNN í Atlanta þar sem ung kona var skotin til bana og árásamaðurinn síðar yfirbugaður. Ég var einmitt í skoðunarferð á þessum stað fyrir ekki alls löngu, sem gerir þetta einhvernveginn ögn raunverulegra. Það er nefnilega þannig að manni finnst alltaf eins og öll þessi morð og skotbardagar megi auðveldlega forðast- bara halda sig frá ákveðnum bæjarhlutum og vafra ekki einn um eins og fífl að kvöldi til. Þessi atburður í CNN húsinu í gær sýnir hinsvegar að skotgleði kanamanns á sér engin takmörk, engin staður né stund gerir það að verkum að þú ert algjörlega óhultur. Engin ný sannindi hég á ferð en ágætt að minna sjálfan sig á það öðruhvoru. Já, og ellefta morð ársins var framið hér í Montgomery um helgina...

 

Það er einkar heppilegt að Íranir skyldu akkúrat ákveða að sleppa bresku sjóliðunum þegar ég hugðist fara tjá mig um málið. Það sem vildi benda á var sú umræða sem átt hefur sér stað hér í USA á meðal hægri-manna. Um leið og Íranir höfðu handsamað Bretana vildu "sérfræðingarnir" á hægri vængnum að breska stjórnin réðist inn í Íran. Viðbrögð Tony Blair þar sem hann talaði alltaf um að hann vildi láta reyna á diplómatískar lausnir áður en eitthvað annað yrði reynt, var merki um hversu miklir aumingjar Bretarnir voru. Ekkert nema harka og vopnavald myndi frelsa hermennina. Samningaviðræður eru bara fyrir vesalinga. Það sá það hinsvegar hver heilvita maður að Íran ætlaði alltaf að nota þetta mál til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi- svona sýna heimsbyggðinni að þeir geti alveg verið sanngjarnir og að við þá sé í raun hægt að semja. Hvort það hefur tekist eður ei ætla ég ekki að leggja dóm á.

Ef um bandaríska sjóliða hefði verið að ræða þá væri Bandaríkin líklega komin í stríð við Íran núna.

Þetta var hressandi færsla ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið hjössi!

Siggi Sörensen (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 03:57

2 identicon

Sæll og blessaður Hjörtur, farðu nú varlega í henni stóru Ameríku, gott að þú ert að koma heim. Ég er komin á Skagann og farin að vinna hér. Gangi þér vel á lokasprettinum, kveðja Helga Atlad.

Helga Atlad. (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Sæl Helga og takk fyrir kveðjuna. Ég reyni hvað ég get að fara varlega, það gengur svona upp og ofan ;) Hafðu það gott. Kv. Hjörtur

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 7.4.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 928

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband