Ljómandi

Þannig er þessum laugardegi (sem reyndar er formlega liðinn þegar þetta er ritað) best lýst. Tók daginn snemma og var mættur í Efstaleitið fyrir níu enda stórt prógramm framundan og mikilvægt að undirbúa sig vel. Reyndar var æfing hjá stórliði Þróttar í millitíðinni áður en að það allt saman hófst. Bikarúrslitaleikirnir í handbolta karla og kvenna var mál málanna í dag, í það minnsta hjá okkur RÚV-urum. Það var ákveðið fyrir nokkru að leggja svolítið í þetta og hnykla vöðvana, þ.e.a.s. ef þeir voru enn til staðar... 

Fórum í loftið klukkan eitt og vorum þar til að verða sex. Að mínu mati var dagskráin hjá okkur og uppsetningin á öllu klabbinu okkur til sóma. Náðum viðtölum við alla þjálfarana fyrir og eftir leik auk nokkurra leikmanna niðri á gólfi. Vorum með innslög um leið liðanna í úrslitaleikina sem og ítarleg umfjöllun um leikinn ´98. Freyr Brynjarsson var fenginn í Höllina á þann stað sem hið umdeilda aukakast var tekið á sínum. Það var flott. Síðan, að mínu hlutdræga mati, var setustofan mjög góð. Einir átta gestir runnu þar í gegn og tel ég á engan hallað þó ég minnist sérstaklega á Ómar og Hemma sem fóru á kostum. Ef Kári frændi hjá Í.E. býr einhverntímann til töflur sem garantera fríkort frá manninum með ljáinn þá skal tveim fyrstu verða dælt í þessa tvo snillinga. Óborganlegir! 

Og það er ekki bara ég sem var ánægður með prógrammið hjá okkur, meira að segja hinn grimmi gagnrýnandi, kollegi minn Henry Birgir lýsti yfir ánægju sinni með þetta allt saman. Á dauða mínum átti ég nú von-en að hrós kæmi úr þessari átt til RÚV...Ánægjulegt engu að síður og þakka ég kærlega fyrir það.

 

Sigrún í La Traviata

Og þar sem hún Olla mín á afmæli á mánudaginn ákvað ég að við skyldum gera eitthvað í kvöld í tilefni dagsins. Hámenning varð fyrir valinu og því lá beinast við að fara á La Traviata. Hann Birgir Örn, minn elskulegi frændi er kvæntur aðalsöngkonunni, Sigrúnu Pálmadóttir sem gerði, auk rífandi góðra dóma, leikhúsferðina enn meira spennandi. Þar sem söngurinn hófst klukkan átta var ekki tími fyrir úberfansí dinnerferð og því varð Ítalía fyrir valinu. Sá staður gerði ekkert í brækurnar frekar en fyrri daginn. Eeeen, La Traviata, var frábær skemmtun. Fyrstur skal viðurkenna fávisku mína um  hvað gerir óperu góða og hvað ekki en söngur Sigrúnar var hreint út sagt ótrúlegur, svo mikið veit ég.  Sigrún var svo sannarlega "ættinni" til sóma og vel rúmlega það. Hinir voru ágætir líka, held ég.

Á morgun er síðan fyrsti leikur okkar röndóttu í deildarbikarnum gegn Frömurum og mér skal takast það sem mér mistókst síðast gegn drengjunum úr Safamýrinni- að klobba Reynsa slef... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er hægt að seigja að þið stóðuð ykkur mjög vel,ég horfði á leikinna og þetta var fín skemmtun sérstaklega seinni.

Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 23:42

2 identicon

Það verður nú að segjast eins og er að það ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum manni að klobba "sænska stálið". Það hlýtur því að teljast einstök góðmennska af þinni hálfu ef þú hefur ekki klobbað kvikindið.

Ég hugsa að meira að segja óla Adólfs gleraugnalausum  myndi þykja það létt verk.  

Alexander H (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband