Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Menntasnobb
Alltaf fundist snobb vera eitt af því allra leiðinlegasta sem maður þarf stundum að umbera í öðrum manneskjum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða snobb fyrir peningum, status, vinnu eða gáfum. Enskukennarinn minn þessa önnina heitir Nancy Anderson, ca sextug kona sem er með Phd. frá einhverjum góðum skóla og þ.a.l. má alveg gefa sér það að hún sé ágætlega vel gefin. Vanalega nýt ég þess mikið að vera í kringum fólk sem er mér mun greindara, lærir líklega frekar af þeim heldur en þeim sem eru alveg jafnvitlausir og maður sjálfur. Það sem gerir þessa konu hinsvegar gjörsamlega óþolandi er skortur á umburðalyndi hennar gagnvart þeim sem eru ekki janfklárir og hún. Nú hef ég ekki persónulega ´lent´ í henni en miðað við hvernig hún talar má alveg greina það hvaða augum hún lítur þá sem ekki matcha hennar stöðu. Í þessum þremur tímum sem ég hef setið í hjá henni þessa önn hefur hún ekki minnst á færri en 4-5 dæmi um hversu heimskir hinir og þessir fyrrum nemendur hennar hefðu verið og hversu lélegar og bjánalegar ritgerðirnar hefðu verið hjá þeim. Allir brandarar hjá henni snúast um fólk sem er ´empty up there´og bendir á kollinn á sér. Sjálfumgleði er fyndin í hófi, gjörsamlega óþolandi í óhófi...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega ósammála Hjörz...
Auðvitað er mennt máttur & þó að hún sé að tala niður til þeirra sem ekki hafa menntun og eitthvað ,,up there" ,,Skæzi, Víðir Reyniz, Siggi Helga" etc... þá er hún máski snillingurinn vonlauzi - einz og skáldið sagði...
Kveðja. HB
BA Tómstunda- og félagsmálafræði, Kennaraháskóli Íslandz
HB (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:15
Já, kannski hefur þú eitthvað fyrir þér í þessu. Mennt er vissulega máttur þó oft á tíðum segi hún harla lítið um hversu vel gefið fólk er...Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þig þar sem þú varst alltaf drulluklár áður en þú fékkst gráðun. Núna ertu klár og með gráðu ;) Annars var inntakið í pistlinum auðvitað ekki um menntun per se, heldur um gáfumannasnobb frekar. Kannski hefði ég átt að nefna hann einhverju öðru nafni...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 25.1.2007 kl. 23:07
Hafþór er nú bara ekki gáfaðri en það að hann misskildi þig Hjörtur. Það er furðulegt hvað hann Hafþór er orðinn uppfullur af "menntahroka" eftir þessi námskeið sem að hann tók í Kennó.
Ég verð nú að viðurkenna að ég sakna Haxa sem að beitti sín bjóð með bros á vör og drakk landa um helgar, nú drekkur þetta grey bara rauðvín, niður njörfaður í "stofufangelsi í Reykjanesbæ og engin gleði í kringum hann!
Steini
Þorsteinn I. Vignisson (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.