Þursarnir í fínu formi

ÞursaflokkurinnStórkostlegir tónleikar hjá Þursaflokknum í gær. Stóðust allar þær miklu væntingar sem maður gerði fyrir tónleikana og gott betur. Allir fóru Þursarnir á kostum, lagavalið var gott, bandið var kraftmikið og Egill Ólafsson sýndi það og sannaði að hann er einn allra besti söngvari sem Ísland hefur alið. Þursarnir nutu stuðnings hljómsveitarinnar Caput, strengja- og blástursband sem reyndar opnaði tónleikana. Caput tók þá syrpu af þekktum Þursalögum í nýrri útsendingu sem var ljómandi fínt og vel það.

Þursarnir stigu að því loknu á svið með Caput og léku af krafti næstu tvo tímana. Það eina sem svíður agnarögn er hversu stór hlutur Caput var á tónleikunum eftir að Þursaflokkurinn steig á svið. Mér fannst Þursarnir ekki þurfa á þeim að halda. Til að mynda yfirgnæfðu blásturshljóðfærin Hammondin hans Eyþórs Gunnarssonar margoft og fannst mér stundum eins og ég væri staddur á tónleikum með hálfgerðu brassbandi. Eins var ég sammála sessunauti mínum á tónleikunum  að stundum fannst manni hreinlega eins og það mætti bara skrúfa ögn upp volume takkann.

Þursarnir tóku fjögur lög í uppklappinu, öll án Caput og þá sá maður svo greinilega að Þursaflokkurinn hefði vel getað skilað þessum tónleikum í hús án nokkurrar aðstoðar- ekki svo að skilja að þeir hafi verið hræddir um annað og því fengið Caput til liðs við sig- heldur fannst mér bandið bara njóta sín betur á þessum kafla.

Engu að síður stórkostleg skemmtun sem ég hefði ekki viljað missa af. Það er bara örlítið svekkjandi að þetta hafi ekki verið allt saman hnökralaust...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta eru bara snillingar enda stjörnugjöfin frábær.

Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband