The race is on!

Þó enn séu ríflega 20 mánuðir í forsetakosningar hér í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar hér ytra yfirfullir af fréttum um komandi kosningar. Það er ljóst að í fyrsta sinn síðan 1952 að hvorki sitjandi forseti né fyrrum/núverandi varaforseti eru í framboði. Þessar kosningar ættu því að verða nokkuð áhugaverðar. Af þeim sem hafa tilkynnt framboð sitt telja menn Hillary Clinton sigurstranlegasta. Annað "ungstirni" vekur líka athygli, Barack Obama, svartur öldungardeildarþingmaður Demókrata frá Illinios. Barack þessi veldur múgsefjun hvert sem hann fer líkt og um rokkstjörnu væri að ræða. Repúblikanar eru að sjálfsögðu hræddir um að missa embættið ekki síst í ljósi þess að Bush er með mannara upp á hnakka og einungis með stuðning þriðja hvers Bandaríkjamanns í dag.

Öfgahægri-nöttara-stöðin Fox er þegar byrjuð á skítkastinu í Demókratana og tókst þeim um daginn að grafa það upp að Barack þessi heitir að millinafni Hussein. Nú er svo komið að "fréttamenn" stöðvarinnar kynna Obama aldrei öðruvísi en Barack Hussein Obama, þó hann sjálfur noti aldrei millinafn sitt. Síðan "föttuðu" þeir að Obama rímar við Osama! Kosningar hérna snúast ekki um hver er hæfastur, heldur hver er með mestu peningana í sínum sjóðum og hver er með hæfasta PR-fólkið. Gott skítkast er líka alltaf gulls ígildi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband