Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Bítlar
Stefán Jónsson, sá mæti grúskari, bað mig um daginn að gefa álit mitt á nokkrum hlutum varðandi mína uppáhaldshljómsveit, Bítlana. Fyrst spurði hann um nýju plötuna LOVE en að auki óskaði hann eftir að fá að vita hver væri mín uppáhaldsplata og hvaða laga væri í mestum metum hjá mér. Þetta hafði ég að segja um málið:
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gefið Love mikinn gaum og er því ekki dómbær á gæði hennar eða ókosti. Það sem ég hef hinsvegar heyrt finnst mér alveg ágætt, hvorki stórkostlegt né hræðilegt. Hef reyndar alltaf verið hálfskeptískur þegar kemur að útgáfu Bítlalaga í "nýjum búningi" eins og menn vilja kalla það. Allt sinfóníubullið fer til að mynda mikið í taugarnar á mér þar sem í raun er bara verið að búa til lyftutónlist úr Bítlalögum. Ég er hinsvegar fjarri því að vera mótfallinn því að hreyft sé við Bítlalögunum, ekki líklegt að hægt sé að gera þau betri en þau eru en það þarf auðvitað ekkert að vera markmiðið. Hvaða Bítlaplata er öðrum fremri er erfitt um að dæma. Allar plötur Bítlanna hafa á einhverju skeiði verið í uppáhaldi hjá mér en núna, fyrst ég verð, myndi ég segja Revolver. Einfaldlega vegna þess hversu skemmtileg hún er en ekki síður vegna þess að hún er upphafið að öllu því stórkostlega sem Bítlarnir gerðu í kjölfarið. White Album væri tvímælalaust besta plata Bítlanna að mínu mati væri hún einföld-nokkuð mörg lög þar innan um sem hreinlega draga hana niður. Enn erfiðara er að velja sitt uppáhaldslag. Hef alla tíð verið Lennon maður og litast lagaval mitt af þeirri staðreynd. Tomorrow Never Knows er frábært lag, Glass Onion, Happiness Is A Warm Gun og að sjálfsögðu A Day In The Life. Macca lagið I´ve Just Seen Face kemur mér líka alltaf í gott skap. Þessi listi yrði sjálfsagt allt öðruvísi á morgun.
Fleiri umsagnir má lesa á heimasíðu Stefáns á http://www.123.is/bmexpress/
Fyrst að tónlist er efni þessa pistils, langar mig til að leita álits þeirra sem vit hafa á hljómsveitinni The Decemberists. Öll comment eru vel þegin. Hljómsveit þessi er með tónleika í Birmingham í apríl og var ég að hugsa um að skella mér ef athugasemdir um hljómsveitina væru henni hliðhollar. Er í þessum skrifuðum orðum að renna nýjustu plötu sveitarinnar í gegn og það hljómar bara ljómandi vel...
Gunnlaugur, þú kannski lætur Jónsa félaga þinn í Birmingham hafa samband ef hann hyggst fara á þessa tónleika...
Annars allt gott. Nóg að gera í skólanum. Mikið að gera hjá Hjördísi minni líka og erum við í miðjum klíðum að klára ritgerð um hann Johnny Tremain vin okkar.
Þangað til næst...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
treyjan þín bara hættir ekki að skora!! ;)
Andri Júlíusson / blog.central.is/andrijull....
Andri Júlíusson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:46
2 í dag á móti íbv og strákarnir eru farnir að fela treyjuna:))
Andri Júlíusson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 16:03
Glæsilegt félagi!! Vertu hinsvegar viss um að treyjan hefur ekkert með þetta að gera, hún tapaði ljómanum fyrir löngu síðan ;) It´s all you son...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 4.2.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.