Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Superbowl Sunday
Fjórði Superbowl Sunday-dagurinn sem ég upplifi í USA er runninn upp og er spennan mikil. Það er ótrúlegt hvernig maður getur sogast inn í kúltúrinn hér ytra eins og í tilfellið er með þennan leik sem og marga aðra hluti. Orðið að venju hjá okkur íslensku piltunum að hittast og grilla, sötra öl og horfa á leikinn saman- alveg eins og kanamann. Að þessu sinni munum við hittast heima hjá ungu drengjunum hér í Montgomery. Þeir búa í stóru og fínu húsi sem hentar vel til hluta sem þessa. Hef fulla trú á að þeir breyti útaf vananum og verði höfðingjar heim að sækja í dag ;)
Annars er allt á hvolfi hér í Bandaríkjunum yfir þessum leik á milli Indianaopolis og Chicago. Það er óhætt að segja að enginn árlegur viðburður hérna vekur meiri athygli eða umfjöllun heldur en Superbowl- og þá er mikið sagt. Auglýsingarnar og hálfleikssjóið leggja þar sín lóð á vogarskálarnar.
Ekkert á ég þó uppáhaldslið í þessari íþrótt ennþá. Montgomery er ekki svo merkileg borg að halda úti liði í NFL og því liggur beinast við að velja bara eitthvað út í loftið. Að þessu sinni ætla ég að halda með Indianapolis, af þeirri einni ástæðu að ég var staddur í þeirri borg í síðasta mánuði...
Jæja, tæpur klukkutími í leik og tími til að renna af stað til drengjanna. Go Colts! Hóst...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.