Superbowl Sunday

Fjórði Superbowl Sunday-dagurinn sem ég upplifi í USA er runninn upp og er spennan mikil. Það er ótrúlegt hvernig maður getur sogast inn í kúltúrinn hér ytra eins og í tilfellið er með þennan leik sem og marga aðra hluti. Orðið að venju hjá okkur íslensku piltunum að hittast og grilla, sötra öl og horfa á leikinn saman- alveg eins og kanamann. Að þessu sinni munum við hittast heima hjá ungu drengjunum hér í Montgomery. Þeir búa í stóru og fínu húsi sem hentar vel til hluta sem þessa. Hef fulla trú á að þeir breyti útaf vananum og verði höfðingjar heim að sækja í dag ;)  

Annars er allt á hvolfi hér í Bandaríkjunum yfir þessum leik á milli Indianaopolis og Chicago. Það er óhætt að segja að enginn árlegur viðburður hérna vekur meiri athygli eða umfjöllun heldur en Superbowl- og þá er mikið sagt. Auglýsingarnar og hálfleikssjóið leggja þar sín lóð á vogarskálarnar.  

Ekkert á ég þó uppáhaldslið í þessari íþrótt ennþá. Montgomery er ekki svo merkileg borg að halda úti liði í NFL og því liggur beinast við að velja bara eitthvað út í loftið. Að þessu sinni ætla ég að halda með Indianapolis, af þeirri einni ástæðu að ég var staddur í þeirri borg í síðasta mánuði... 

Jæja, tæpur klukkutími í leik og tími til að renna af stað til drengjanna. Go Colts! Hóst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband