Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Teprur
Bandaríkjamenn (margir) eru furðulegir. Þeir finna alltaf eitthvað til að agnúast yfir sem engu máli skiptir en láta sig litlu varða þá hluti sem skaða þetta þjóðfélag mest, s.s. fátækt, glæpir, lélegt skólakerfi, dýrt heilbrigðiskerfi o.s.frv. Nú er það leikritið Vagina Monologues sem fer fyrir brjóstið á 'þeim'. Leikhús í Flórída er með verkið í sýningu og á skilti fyrir utan leikhúsið er einleikurinn auglýstur og að sjálfsögðu kemur nafnið á leikritinu fram. Neibb, ítrekaðar kvartanir vegna orðsins vagina bárust leikhúsinu sem á endanum varð að breyta nafninu í Hoohaa Monologues...Hressir.
On the subject. Fór að sjá Shut up and Sing! sem er heimildarmynd um köntríkvennasveitina Dixie Chicks og þau vandræði sem hljómsveitin lenti í í kjölfar ummæla aðalsöngkonunar sem hún lét falla í London nokkrum vikum fyrir innrás USA í Írak í mars 2003. Þar sagði hún þær (Dixie Chicks) skömmuðust sín fyrir það að Bush væri frá Texas, sem er þeirra heimaríki. Þessi saklausu ummæli gerðu gjörsamlega allt geðbilað hérna. Útvarpsstöðvar hættu með öllu að spila lögin þeirra, plöturnar hættu að seljast, þær voru úthúðaðar sem svikarar og fengu fjöldann allan af morðhótunum. Mjög áhugaverð og skemmtileg mynd sem sýnir vel hversu mikil múgsefjun getur skapast í Bandaríkjunum yfir nákvæmlega engu.
Snickers-auglýsingin olli töluverðu fjaðrafoki hérna, samt ekkert rosalega held ég. Frétt um þessa umdeildu auglýsingu má lesa hérHitastigið í Alabama er loksins á uppleið eftir gjörsamlega óþolandi kulda allan janúar og febrúar. Fólk heima telur mann vera mikla væluskjóðu ef maður kvartar undan kulda í Alabama en fleiri en ég geta vottað sögu mína um að það er búið að vera skítkalt hérna eftir áramót. Náði 17 gráðum í gær sem er ásættanlegt...
hilsen,
hjh
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.