Einn og ekki neitt...

Hún Hjördís mín kvartar oft sáran undan því að hún eigi eftir að verða alltof hávaxin. Tel það nokkuð líklegt að hún verði eitthvað yfir meðallagi án þess þó að hún verði eitthvað frík. Oftar sem áður vorum við að ræða þessi mál og til þess að slá á mestu hræðsluna sagði ég að þetta yrði nú ekkert svo slæmt. "Jú, víst", segir hún og bætir við spyrjandi, "hvað heldurðu að ég verði stór?" Ég segist ekki vera viss en ætli ég giski ekki á að "þú verðir svona svipað stór og ég". Um leið og ég sleppi orðinu svarar Hjördís með hæðnisglotti, "Nú jæja, þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur lengur að ég verði of stór..."

Hún getur alveg verið svolítið skotföst ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski ekki erfitt að vera jafn stór og þú enn stærra hjarta finnst varla á íslandi, hvað þá í ameríkunni....

Andri Júlíusson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Sömuleiðis vinur minn ;) Ég fylgist spenntur með þér í næsta leik, markarunnið hlýtur að halda áfram. Vonum bara að það haldist það lengi að þjálfarinn telji ekki þörf að fá einhverja útlendingahetju til að redda öllu. Og þó að það verði niðurstaðan þá heldurðu sætinu á meðan þú skorar. Það er ekkert flóknara en það...

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 15.2.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband