"Markaðssetningin er lykillinn"

Fór á fyrirlestur í gær uppi í skóla þar sem viðfangsefnið var bandaríski herinn frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirlesararnir voru fjórir yfirmenn úr hernum og fóru þeir víðan völl um þau málefni sem eru bandaríska hernum hvað hugleiknust nú um stundir. Einn ræddi um samskipti forsetans og heryfirvalda, annar um hvernig það væri fyrir fjölskyldufólk að vera hermenn, þriðji bullaði eitthvað ómerkilegt en sá síðasti fannst mér áhugaverðastur. Hann talaði mjög hreint og beint um það hversu illa gengi hjá Bandaríkjamönnum að breyta ímynd sinni útá við, og þá sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Taldi það afar brýnt að þeir [Bandaríkjamenn] kæmu þeirri staðreynd á framfæri að þeir væru að eyða billjónum dollara í hjálparstarf á því svæði þar sem hatrið á þeim er hvað mest, t.a.m. í Palestínu. PR-mennskan væri greinilega það sem væri að, ekkert annað. Bandaríkjamenn væru í Palestínu einni að eyða um einni billjón dollara í hjálparstarf og því óskiljanlegt að fólki þar líkaði svo illa við þá. Tók það ekki fram að hundraðföld sú upphæð fer árlega til Ísrael, m.a. annars í formi vopna sem notuð eru til að myrða Palestínumenn. Og þessi billjón sem fer til Palestínu eru ekki miklir peningar fyrir stórveldið Bandaríkin. Á síðasta ári eyddi Bandaríkjastjórn 1,2 billjónum dollara í auglýsingar sem hafa það markmið að fjölga hermönnum...Billjón er ekki mikið þegar Bandaríkin eru annarsvegar.

Þessi ágæti hermaður sagði einnig að ekkert land í heiminum gæfi jafnmikla peninga til hjálparstarfs og Bandaríkin. Það er alveg rétt ef aðstoðin er mæld í peningaupphæðinni einni en hinsvegar eru Bandaríkjamenn fjarri því að toppa listann ef horft á upphæðina í hlutfalli af þjóðarframleiðslu landsins. Sú mælieining er almennt notuð þegar metin er framlag þjóða til hjálparstarfs. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr framlagi Bandaríkjamanna heldur einungis til að benda á að sú upphæðin sem bandaríska stjórnin leggur til hjálparstarfs hefur nákvæmlega engin áhrif á hagkerfi þeirra og með sanni má segja að þeir gætu gefið helmingi meira án þess að finna fyrir því.

Mér var síðan öllum lokið þegar fyrirlesturinn tók þá óvæntu stefnu að réttlæta Íraksstríðið með því að halda því ennþá fram að Saddam Hussein hefði átt kjarnorku- og eiturefnavopn og að tengsl hefðu verið á milli Íraks og Al-Quaida. Ekkert (ennþá allavega) bendir til að þessi grunur sé á rökum reistur. Áttaði mig loksins á því að ég var ekki á neinum fjárans fyrirlestri heldur bara á "sölufundi" hjá bandaríska hernum. Ekki gat maður lagt orð í belg og úthúðað þessum hermönnum fyrir það sem þau voru að segja. Þeir hafa allir sterka trú á málstaðinn að Bandaríkin séu að gera rétt og hafa helgað líf sitt í að vinna fyrir land og þjóð. Vandamálið hjá Bandaríkjamönnum í Írak, sem og annarsstaðar í heiminum liggur ekki í hermönnunum sjálfum, þeir gera bara það sem þeim er sagt, heldur hjá þeim sem stjórna hernum, Bush og hans skítakompaníi.

Vil að lokum benda því fólki sem áhuga hefur á að kynna sér hverslags subbuskapur var í gangi hjá bandarísku stjórninni mánuðina fyrir innrásina í Írak, á bók sem ég las fyrir nokkru. Bókin heitir The Greatest Story Ever Sold  og er eftir mann að nafni Frank Rich. Bókin segir á ítarlegan hátt hvernig afar skipulögð blekkingarherferð var sett í gang til að selja Bandaríkjamönnum og öðrum þjóðum mikilvægi þess að ráðast á Írak. Mjög svo skemmtileg lesning.

Nóg af alvarlegu bauli í bili,

hjh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tell it like it is boy!!!!

Geir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Já, það kemur mér ekki mikið á óvart að þér, kæri Geir, líki vel við smá ákúrur á auðvaldið!

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 18.2.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband