Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Kekic í Víking!
Var rétt í þessu að lesa það á hinni ágætu netsíðu fótbolti.net að liðsfélagi minn til skamms tíma, Sinisa Kekic, væri á leið í Víking. Ég veit ekki hvernig á að meta þessar fréttir. Get ekki sagt að þetta sé mikið áfall þó vissulega sé aldrei gott að sjá á eftir jafn hæfileikaríkum fótboltamanni og Kekic er. Það sem ég hinsvegar sá af honum um jólin á meðan ég æfði með Þrótti gaf ekkert sérstaklega góð fyrirheit um það sem koma skyldi. Kekic var mjög áhugalaus á þeim æfingum sem hann sá sér fært um að mæta á og virtist helst vilja vera gera eitthvað allt annað. Ég sé því ekkert sérstaklega mikið eftir honum. Að auki tel ég Þróttaraliðið vera mjög vel mannað á miðjunni. Brotthvarf Kekic ætti að opna dyrnar fyrir vini mínum Jóhanni Hreiðarssyni til að taka þessa stöðu sem framliggjandi miðjumaður (vonandi fyrir aftan mig) en samstarf okkar hefur gengið með eindæmum vel þau þrjú ár sem við spiluðum saman í AUM.
Talandi um Jóhann (aka Jóhannes Harðarson) þá er drengurinn farinn heim til Íslands for good. Án þess að fara nákvæmlega ofan í hans plön þá hentaði það hans framtíðaráformum best að fara heim á þessum tímapunkti. Jóa verður sárt saknað hér ytra þessa mánuði sem eftir eru af önninni, ekki síst af herbergisfélaga hans, Elvari the educator, sem einn heima situr og grætur sig í svefn og sína daglegu lögn ;)
Ákvörðun mín að fara í Þrótt á sínum tíma hefur réttlætt sig enn frekar síðustu vikur. Tel það næsta víst, miðað við spilamennsku arftaka míns í Skagaliðinu, Andra Júll #9, að hlutskipti mitt í allt sumar hefði verið að sitja á tréverkinu með Jóni Vilhelm ;) Drengurinn er á miklu rönni þessa dagana og raðar inn mörkunum. Nú er bara að bíða og vona að Gauji og co. sjái sóma sinn í því að gefa Andra þau tækifæri sem hann á skilið þegar kemur að alvörunni en ekki spandera fúlgu í einhvern áhugalausan útlending sem lætur sig hverfa af landinu um leið og tækifæri gefst...Annars verður Jón Þór líka að sjá til þess að litli bróðir haldi sig á jörðinni, auðvelt að gleyma sér í velgengninni, kannast við það ;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
'Eg þakka hlý orð i minn garð Hjörtur. Hrafnkell farinn og hans misjafnlega sart saknað.. annars er allt gott her, mikill vinna og gervigras. Leikurinn a móti KEF var góður fyrir utan siðustu 15 min, veit ekki alveg hvað gerðist en eg var reyndar farinn utaf þa
<utanlandsferð 18 april, eg er buinn að segja mönnum að fara að hafa samband við ykkur strax svo þið getið farið að panta...
Best regards
Joe Harðar
Johann Hreidarsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.