Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Ekki fréttir
Er ég einn um það að finnast allir fjölmiðlar vera yfirfullir af fréttum um ekki neitt? Fréttir af hárlausri Britney Spears í meðferð hafa valdið ótrúlegu fjaðrafoki hér í kanalandi og eru sálfræðingar og aðrir "sérfræðingar" fengnir til að "meta" ástandið. Veit auðvitað ekki nákvæmlega hvernig umfjöllunin á Íslandi er um þetta allt saman, kannski er hún lítil sem engin. Engu að síður hlýtur hún að vera einhver vegna þess að ég rakst á lítinn stubb í gær um það að Paris Hilton hefði verið í partýi með meikklessu á nefinu án þess að taka eftir því...hmmm. Í Bandaríkjunum eru fleiri en ein stöð algjörlega helguð "fréttum" af fræga fólkinu. Þegar Tom Cruise og frú voru í þann mund að fara gifta sig fyrir nokkru, var tveggja tíma hringborðsumræða á einni stöðinni um brúðkaupið. Það sem ég sá af þættinum var kómískt svo ekki sé meira sagt. Fólk ræddi grafalvarlegt um allar hliðar komandi brúðkaups og enginn sprakk úr hlátri (!?). Ég ímynda mér að þetta sé sett upp þessu formi svo fólki finnist það ekki bara vera góna inn í líf fræga fólksins, heldur sé þarna í raun og veru "alvöru" fréttir á ferð.
Auðvitað skiptir það engu máli fyrir mig hvort fólk hefur áhuga á þessu eða ekki, ég laumast alveg sjálfur til að horfa stóreygður á þetta bull. Ég tel mig þó geta greint á milli alvöru frétta sem máli skipta og alls hins. Margir Bandaríkjamenn geta það hinsvegar ekki og því eyða þeir allt of mikilli orku í ekki neitt í stað þess að takast á við þau vandamál sem virkilega krefjast úrlausnar...
Já, og ég er búinn að eignast bloggvin! Vissi aldrei hvernig maður eignaðist svona vin fyrr en SAS óskaði eftir vináttu. Þetta virkar þannig að maður fær (eða sendir) meil um að maður vilji vera bloggvinur, sem er síðan hafnað eða samþykkt. Ekki veit ég neitt um þennan SAS náunga en ég var sko ekki lengi að samþykkja hann, allir vilja jú eiga vini ;) Af þeim bloggsíðum sem ég kíki reglulega á virðist það skipta töluverðu máli upp á þinn sósíalstatus í bloggheimum hverjir eru bloggvini þínir. Enn sem komið er á ég bara einn vin, og um hann þykir mér afar vænt um, en ég skal komast á toppinn, eiga fullt af vinum og meika það í þessu hráa, kalda bloggheimi!
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og Geir Harðar sagði svo eftirminnilega hér um árið á leið á dansleik á Hlöðum að mig minnir.
"allir vinir og allir að pissa í vatnið"
Held að kappinn hafi verið aðeins
S. Svanbergsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:25
Já vinir skipta öllu, reyndar minnti þetta mig strax á atvik sem að átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur þegar að kona á miðjum aldri söng í vorsólinni fyrir vin okkar Hafþór "Áttu.. enga vini, enga vini, áttu enga vini,,
Þessum snilldar "texta" skellti konan fram og söng við lagið No Limit sem Haffi hafði verið að söngla þarna um miðja nótt... ALEINN!
Steini (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.