Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Atlanta-dagur
Ekki mikið svosem að frétta úr kanalandi þessa dagana. Fór um síðustu helgi með Hjördísi mína og Blævi sætu hans Bjarka til Atlanta í dagsferð að skoða eitt og annað sem þessi ágæta borg hefur upp á að bjóða. Fórum í sædýrasafnið sem ku vera það stærsta í heimi, hvorki meira né minna, og skemmtum við okkur hið besta. Heldur var þó mikið af fólki og troðningur þ.a.l. töluverður. En gaman engu að síður. Höfuðstöðvar Coca-Cola eru í Atlanta en þar var einmitt kók fyrst bruggað fyrir rúmri öld eða svo. Þeir eru með sitt safn í miðborginni og þangað héldum við í skoðunarferð. Nokkuð áhugavert og ýmislegt að sjá, eins og kókflösku frá Íslandi. Vei! Þjóðarstoltið náði hámarki þegar maður las á eina litla kókflösku, "skrásett vörumerki". Kláruðum síðan daginn með því að fara í bíó í Montgomery. Skemmtilegur dagur bæði fyrir mig og þær stöllur.
Stefnir allt að ég haldi til Spánar í æfingaferð um miðjan apríl til móts við liðsfélaga mína í Þrótti. Ég og Óli naut förum að öllum líkindum saman sem ætti að gera hið langa ferðalag þolanlegt. Var einmitt að skoða flugin sem við þurfum að taka til að komast á áfangastað og reiknast mér það til að ferðalagið í heild muni aldrei taka minni tíma en sólahring. Úff, alveg spurning hvort maður nenni þessu...
Minn gamli félagi, Sigurbjörn, commentaði á síðustu færslu hjá mér þar sem hann rifjar upp ummæli Geira Harðar frá í den. Jú, ég held að það sé rétt hjá þér Sibbi að Geir lét þessi orð falla á sínum tíma og vöktu þau skiljanlega mikla lukku ;)
Þorsteinn commentar helst ekki nema skjóta ögn á æskulýðsfulltrúann í Reykjanesbæ og yfirleitt svarar Hafþór í sömu mynt. Steini rifjaði upp classic-moment þar sem Hafþór söng hástöfum í miðborg Reykjavíkur fyrir einum 16-17 árum, ef ég man rétt, og var níddur fyrir vikið af ókunnri konu. Vissulega skemmtilegt atvik og kemur ekki á óvart að Steini rifji það upp í ljósi þess að Hafþór var punchlinið í sögunni. Kemur hinsvegar á óvart að Haffi skuli láta þetta allt saman óátalið. Koma svo Habbó!
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Habbó hefur verið í fríi á Kanarý þannig að hann hefur ekkert farið á netið í 2 vikur, en það kostar víst 100 kr. að vafra um netið á netkaffi þar í landi og það þykir Habbó einfaldlega of dýrt!!
Steini (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:53
''Stefnir allt að ég haldi til Spánar í æfingaferð um miðjan febrúar til móts við liðsfélaga mína í Þrótti''
Góður
Gústi (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 04:35
Þarna átti auðvitað að standa apríl. Athugull ertu Ágúst ;) Þetta verður lagfært...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 1.3.2007 kl. 20:03
"You've got nothing"
Aðaltrickið þitt til að pirra andstæðinga þína hér úti.
Kv Kári
Kári (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 21:37
Hehe, verst að það virkar bara á þig og Hallgrím...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 1.3.2007 kl. 23:47
Eigi veit ég hver Hallgrímur er, en eitt er víst að þetta virkar ekki á mig. Allavega ekki þegar ég er með þig öxl í öxl. Þetta virkar kannski á Sammy, eða Dale. Annars er Dale rosalegur þessa dagana. Maður veit ekki hvernig þetta endar ef hann heldur áfram að bæta sig svona eins og hann er búinn að vera að gera undanfarið.
Ble Kári Á
Kári (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:03
Já Hjörtur, Geir Harðar var ógleymanlegur á þessum tíma. Var með mér í stærðfræði 100 og þá sjaldan að hann mætti svaf hann eins og ungabarn Ó-hara. a.k.a Ólafi Haraldssyni til mikillar gleði
S.Svanbergsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.