Laugardagur, 3. mars 2007
Síðasti leikurinn?
Stórlið AUM spilar í dag æfingaleik upp í Birmingham gegn sterku liði UAB. UAB er lið í 1.deild NCAA, sem á að vera sterkasta deildin í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Við sjáum til með það. AUM mun ekki stilla upp sínu sterkasta liði í dag þar sem einir fimm leikmenn úr byrjunarliðinu frá í fyrra verða ekki með af ýmsum ástæðum. Helst ber að nefna Jóa, Elvar og Ranna og munar um minna. En við sjáum hvað setur. Leikurinn er klukkan sjö í kvöld og eru góðar líkur að þetta sé síðasti leikur minn í AUM búningnum. Vonandi kveð ég þetta lið á annan hátt en ég hef kvatt hin liðin sem ég hef hætt hjá, þ.e.a.s. með sigri. Tapaði síðasta leiknum '96 með Völsungi, '99 með Skallagrími, 2006 með ÍA og síðan tapaði AUM í 16 liða úrslitum á síðasta tímabili. Leiðinlegt að kveðja alla með tapi ;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
U.A.B. got nothing........they got nothing
Hallgrímur (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.