Með tóma vasa

Kom í fyrradag heim frá Flórída þar sem ég, Hjördís mín og Blær eyddum helginni í góðu yfirlæti. Hitastigið var kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en náði þó tuttugu gráðum eða svo. Ég og stelpurnar skemmtum okkur hið besta þó við hefðum öll vijað vera bara ögn lengur.

Vatn og núðlusúpa er það eina sem maður hefur efni á þessa dagana eftir afar dýran mánuð og vetur til þess að gera. Maður þraukar þessa tvo mánuði sem eftir eru...

 

Feðginin í minigolfi                Hér erum við feðginin í minigolfi, sem ég burstaði, nota bene.                         

Flug        Þær voru ekki vitund smeykar þær stöllur í þessu morðtóli. Þær eru hífðar upp í ákveðna hæð sem virðist vera frá mér séð um 800 metrar en er eflaust eitthvað minna, þar uppi er kippt í spotta og rólan fellur og sveiflast til og frá. Til eru betri útskýringar á þessu tæki en ég nenni ekki að rembast við þetta frekar.

Sjá má stærri útgáfur af myndunum með því að smella á þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Er Gísli bæjó að fara með fleipur? 

Mikið rétt Eyþór. Ekki bætir úr skák þegar meiðsli og veikindi leggjast á ungan hóp. Málið er í vinnslu og við leitum að heppilegum leikmönnum til að styrkja hópinn. Rétt er nefna hér að við buðum bæði tvíburunum og Hirti að vera með okkur í sumar, en allir ákváðu þeir að leita á aðrar slóðir og þannig er það bara. Ég hef verið að leggja áherslu á að nú eiga sér stað miklar breytingar á Skagaliðinu og okkur er mikilvægt að komast farsællega í gegnum þær breytingar. Mikil ábyrgð er lögð á ungar herðar en að mínu mati hafa þessir ungu strákar verið að vaxa. Til þess að allt komi þetta heim og saman með tímanum þá þarf þolinmæði og dyggan stuðning. En þetta verður erfitt - það er öllum ljóst. Aurar til að kaupa nýtt lið eru ekki til auk þess sem slíkt er ekki valkostur þar sem við eigum efnlilega unga stráka sem án vafa skila sér.

. (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Athyglisvert svar frá formanninum svo ekki sé meira sagt. Er að skoða það með mér hvort ég eigi að rita eitthvað um þetta allt saman...

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 22.3.2007 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband