Sunnudagur, 8. apríl 2007
Árekstur
Það er kaldhæðni örlaganna að síðasta færsla hjá mér bar fyrirsögn sem vísaði í að maður yrði að passa sig hér ytra- í ljósi þess að ég lenti í hörðum árekstri á fimmtudaginn. Engar áhyggjur, það slasaðist enginn alvarlega-enginn í mínum bíl allavega, en með mér voru Siggi og Gústi stóri. Luminan endaði þó sína lífdaga þar og þá...
Slysið gerðist með þeim hætti að ég var að fara yfir gatnamót, á grænu ljósi-nota bene- þegar lítill jeppi ekur í veg fyrir mig frá hægri, ég negli niður en næ samt ekki að koma í veg fyrir að ég stuði afturendann á honum. Höggið var töluvert, Luminan fór heldur illa og verður varla við hana gert úr þessu. Hinn bíllinn er hinsvegar handónýtur. Hann endaði á hvolfi og meiddust tveir farþegar í bílnum eitthvað. Ekki alvarlega en þó það mikið að ráðlagt þótti að flytja þau á sjúkrahús til frekari skoðunar.
Ekki er búið að dæma neitt í þessu máli það verður að teljast líklegt að ég verði dæmdur í rétti, þó líklega verði ég sektaður fyrir að vera yfir hraðatakmörkunum. Annað sem tveir lögregluþjónar sögðu mér á slysstað og ætti að styðja mitt mál var að áfengisflöskur fundust í hinum bílnum og grunaði löggan þau um ölvun við akstur.
Frekari frétta er að vænta á næstu dögum...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið svakalega þykir mér leitt að þú verðir ekki kominn heim á föstudaginn til að spila leikinn á móti okkur hérna heima á heimavelli þínum enn ég bið til Guðs á hverju kvöldi að nýr formaður KSÍ dragi þessi lið saman á einhverjum tímapunkti í bikarnum:D
Kv. Vonandi Arftaki..
Andri Júlíusson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.