Tiny Dancer

Hef eytt síđustu tveimur kvöldum á danssýningum hjá Hjördísi minni sem er hluti af árlegri uppsetningu skólans. Needless to say bar dóttir mín af í glćsileika og fimi ;) Hjördís var lengi afar ´klunnaleg´í fimaburđum, stór og sterkbyggđ međ ríkjandi strákagen í sér. Tveggja ára dansnám hennar hefur hinsvegar breytt ţessu á afgerandi hátt. Mađur varđ bara hálfklökkur ađ sjá stelpuna sína svona flinka og flotta...Vonast til ađ henda inn nokkrum myndum af tiny dancer fljótlega.

Annars er vitlaust veđur ađ ganga yfir Alabama ţessa stundina. Ţrumur og eldingar útum allt og laust einni niđur hér rétt viđ húsiđ áđan međ tilheyrandi látum. Ég og Hjördís urđum satt ađ segja svolítiđ skelkuđ, ţrátt fyrir ađ hafa reynt ýmislegt í ţessum efnum.

Fyrirhuguđ er ´strákaferđ´í kvöld upp til Auburn sem er háskólabćr hér rétt hjá. Bjarki hefur haft veg og vanda ađ ţessari ferđ sem verđur vonandi skemmtileg. Ćtlunin var ađ spila golf á einum af flottustu völlum Alabama sem er ţarna í nágrenninu, en ţađ er lítiđ vit í ţví ađ sveifla golfkylfum í ţrumuveđri. Bjarki ítrekađi ţá stađreynd fyrir okkur drengjunum ađ senn liđi ađ endalokunum á dvöl okkar hér ytra, margra íţm, og kvöldiđ í kvöld vćri ţađ síđasta sem viđ gćtum allir gert eitthvađ saman. Tilefniđ er ţví ćriđ.

Get lítiđ sagt um leik Ţróttar og ÍA frá í gćr. Frásagnir herma ađ sigurinn hafi veriđ síst of stór og ađ mínir menn hafi lítiđ burđugt sýnt. Ţađ sem vakti hinsvegar athygli mína var ađ Skaginn skorađi fjögur mörk og ´maskínan´sjálf var međ núll. Hvađ veldur, spyr ég??


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband