Mánudagur, 30. apríl 2007
Heim í sól og hita
Hef lítið lagt mig fram við það að finna mér tíma til að rita nokkuð á þessa blessuðu síðu. Er enn blessunarlega laus við að finna mig knúinn til að skrifa hér í ljósi þess að þessi ágæta síða er í minni þjónustu en ekki öfugt. Það er enginn aðdáendahópur sem knýr mig áfram né er nokkur sem ég veld vonbrigðum þó ekki sjáist ný færsla hér svo dögum skipti.
Langaði engu að síður til að láta vini og vandamenn vita af því að ég er kominn aftur til Montgomery eftir vel heppnaða ferð til Spánar. Æfingaferðin sjálf var ljómandi fín,gott tempó og veðrið alveg þokkalegt. Vellirnir fínir og báðir æfingaleikirnir á móti sterkum liðum. Það eina sem hægt er að setja út á ferðina var sjálft ferðalagið. Alltof langur tími fór í það. Annars vonast ég til að skrifa smá ferðasögu, gaman að skrifa eitthvað um þessa ferð á meðan hún er manni enn í fersku minni.
Nú eru nákvæmlega 7 dagar í að gestirinir mínir mæti á svæðið, 12 dagar í útskrift og 14 dagar í brottför...Ótrúlegt að hugsa til þess að nærri fjögur ár séu liðin síðan maður kom hingað fyrst. Allt tekur þetta víst enda og ég er ekki frá því að ég sé bara tilbúinn að loka þessum kafla, komið ágætt...
En áður en allt þetta gerist mun lærdómur og aðrar útréttingar eiga hug minn allan...
Góðar stundir
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.