Sá á fund sem finnur

Já, ma og pa og amma Sigga mætt á svæðið. Sótti þau til Atlanta í dag og skilaði þeim heilu á höldnu til Montgomery tveimur tímum síðar. Það var reyndar ekki vandalaust að finna þau þegar komið var á flugvöllinn í Atlanta. Enginn af þeim fellur í flokkinn 'heimsborgarar' og stór flugvöllur eins og þessi í Atlanta óneitanlega er, var þeim nokkuð yfirþyrmandi held ég. Allavega voru þau hist og her um flugvöllinn þegar ég mætti á svæðið. Þó flugvöllurinn sé stór er hann sáraeinfaldur. Engu að síður tókst þeim að fara út á þeim stað sem þau áttu alls ekki að fara út. Þarf meira að segja að leggja töluvert á sig til að fara ekki réttu leiðina.

Fyrst fann ég pabba. Hann var með símann og tókst mér þannig að hafa upp á honum. Týndi honum reyndar aftur þegar ég fór að leita að mömmu og ömmu (sem pabbi var sjálfur búinn að týna skömmu áður). Þegar ég svo aftur fann pabba, leiddi ég hann nánast að bílnum mínum og skipaði honum að bíða þar til ég kæmi aftur. Inn í flugstöð aftur hélt ég. Þar fann ég mömmu vafrandi eins og villuráfandi sauð. "Ég skaust bara að pissa", sagði hún, "amma þín er bara hér fyrir utan að bíða með farangurinn." Ok, förum og náum í hana. Ó nei, ekki svo einfalt. Mamma gat ómögulega munað hvar hún hafði setið með ömmu þó ekki væru liðnar meira en tvær mínútur síðan hún var þar! Þá var mér öllum lokið. Amma Sigga lost! Það var ekki annað að gera en að ´skila´mömmu með hinum sauðnum (aka Hjössa Júll) hjá bílnum og skipa henni að bíða þar. Leið eins og ég væri að týna saman leikskólabörn og hvert skipti sem maður finnur einn krakkann verður maður að skila honum innan girðingarinnar svo hann hverfi ekki aftur.

Aftur inn í flugstöð. Og aftur út. Svona gekk þetta í dágóða stund. Held ég hafi labbað þrjá hringi um svæðið og fyrir utan það án árangurs. Um síðir hringir pabbi og segir að amma sé komin. Það var auðvitað. Að sjálfsögðu þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af ömmu popp enda er hún bara töffari. 77 ára og sprækari en flestir í kringum hana. Hún hafði bara gefist upp á biðinni og fann staðinn þar sem þau áttu upphaflega að fara á. Engar flækjur, ekkert vesen. Hefði eflaust farnað betur tríóinu ef amma hefði fengið að ráða för...

En þetta hafðist og dramatíkin var að mestu leyti skilin eftir í Atlanta...í bili allavega. Það eru enn sex dagar eftir og fullt af hlutum sem bjóða upp á afbragðs klúður og misskilning framundan. Fylgist með.

Fór í lokapróf í kvöld. Hafði undirbúið mig heldur illa fyrir það og var árangurinn eftir því. A-ið er algjörlega farið og þarf töluverð gæfa að fylgja mér ef ég á að halda mér í bjéinu. Æi, who gives a ....Svo lengi sem ég næ og útskrifast á laugardaginn þá er mér sléttsama.

Annars verðskuldar síðasta helgi alveg sérfærslu sem kemur á næstu dögum. Tvennir tónleikar og yndislegt fólk sem fór með okkur Ollu eins og kóngafólk. Takk fyrir okkur, innilega Jónsi og Svana. En eins og ég sagði, þá fær þessi för sína færslu þegar ég hef meiri tíma. Núna er ritgerð sem bíður mín. Venti bolli af Starbucks er klár og framundan er semi-all-nighter. Koma svo! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband