Þriðjudagur, 29. maí 2007
Long time no nothing...
Já, lítið hefur heyrst frá undirrituðum á þessum vettvangi undanfarið. Hef alltaf verið á leiðinni en í iðjuleysi mínu hefur reynst erfitt að finna tíma. Ég er semsagt kominn heim til Íslands og hef eytt þessum tæplega tveimur vikum í atvinnuleit án árangurs. Það virðist vera aðeins flóknara að finna sér vinnu en ég áætlaði, sér í lagi þegar maður er farinn að setja einhverjar kröfur um gæði starfsins sem maður hyggst vinna við. Lagerstarf hjá Nóa Siríus og pizzubakari hjá Kalla dvergi duga ei lengur. Þetta leysist vonandi fljótlega, ella er hætta á skuldafangelsi...
Boltinn er byrjaður að rúlla, svo maður grípi nú til þess yndislega útjaskaða orðalags. Potaði inn fyrsta marki mínu fyrir Þrótt um síðustu helgi í 2-1 sigri á Leikni. Alltaf gaman að skora, hvort sem það er í úrvalsdeildinni, fyrstu, nú eða bara á æfingu. Markagræðgin á sér fá takmörk hjá mér.
Meira síðar...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinna er stórlega ofmetin Hjöss, nú er mál að segja sig á bæinn og njóta þess að vera til!
Úr einu í annað, mundu bara að gefa boltann ALDREI inní teig!
Steini (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.