Föstudagur, 1. júní 2007
Elton John 3- Modest Mouse 0
Ein af stórum ástćđunum fyrir ţví ađ halda úti bloggsíđu sem ţessari, er ađ skrásetja ţađ sem á daga manns drífur til ađ ţađ hverfi manni ekki algjörlega úr minni ţegar frá líđur. Ađ sjálfsögđu er ekki verra ef einhverjir hafa gaman af í leiđinni. Mig langar ţví til ađ rita um nćstsíđustu helgina sem ég átti sem íbúi í Bandaríkjunum.
Ég og Olla héldum til Birmingham, sem er í nćsta nágrenni viđ Montgomery, í ţví skyni ađ fara á tvenna tónleika, sinn á hvorum deginum. Gamla kempan Elton John var međ tónleika á laugardagskvöldinu í BJCC Arena, ca 20 ţúsund manna höll í hjarta borgarinnar. Ég hef hingađ til ekki taliđ Elton John sem einum af mínum uppáhaldstónlistarmönnum en ţví meira sem ég hlusta á plötur frá honum gefnar út á milli 70 og 80, ţví meir vex hann í áliti. Samstarfsslitin viđ Taupin á sínum tíma voru John dýrkeypt ađ ţví leytinu til ađ mikiđ af rusli kom frá honum í kjölfariđ. Síđustu tvćr plötur frá honum hafa hinsvegar veriđ ágćtar, sér í lagi sú síđasta sem hann vann í samstarfi viđ sinn gamla félaga. Allavega, var ég mikiđ spenntur fyrir ţessum tónleikum- hvađa lög hann tćki og hverjum hann sleppti. Til ađ gera langa sögu stutta var kallinn hreint út sagt stórkostlegur. Auglýst var ađ tónleikarnir byrjuđu klukkan átta og einungis fimm mínútum yfir steig Elton á sviđ. Ekkert upphitunarbands-bull né ađrar tafir- bara taliđ í og byrjađ. Leigubílavesen kostađi okkur reyndar fyrsta hálftímann af tónleikunum en ţađ kom minna ađ sök en viđ óttuđumst í fyrstu.
Ég var geysilega sáttur viđ lagavaliđ hjá kallinum. Mikiđ af elsta dótinu ţó slćđst hefđi međ eitthvađ eitís prump. Lögin sem ég var hvađ kátastur međ voru Mona Lisa and The Mad Hatters, Better off Dead og ađ sjálfsögđu Tiny Dancer. Mér var hugsađ til Reynsla slef á ţeirri stundu enda hefur ţađ lag lengi veriđ eitt af hans uppáhalds. Hefđi eflaust hringt í hann ef ekki vćri fyrir hans viđkvćma skap, sér í lagi ţar sem klukkan var um ţrjú ađ nóttu hjá honum.
Tuttugu mínútur yfir tíu stendur kempan síđan upp, gefur allri fremstu röđinni eiginhandaráritun og kveđur bless. Takk. Ţrjár og hálf af fjórum...
Fyrir tónleikana hafđi ég mćlt mér mót viđ Íslending sem hefur stundađ nám í Birmingham undanfarin ár en ţrátt fyrir nálćgđina hafa samskiptin veriđ grátlega lítil. Ég og Jón Sigurjónsson eigum sameiginlegan vin í Gulla Jóns og fyrir utan nálćgđina í útlöndum var tengingin komin. Svo skemmtilega vildi til ađ unnusta Jónsa, hún Svana var einmmitt í heimsókn hjá honum ţennan mánuđinn og ţví alveg kjöriđ ađ hittast. Jónsi og Svana voru svo almennileg ađ sćkja okkur eftir tónleikana og fara međ okkur á einhverja pöbba í Birmingham. Ákveđiđ var áđur en kvöldiđ var á enda ađ hittast aftur daginn eftir ţar sem ég og Olla yrđum áfram í Birmingham enda Modest Mouse um kvöldiđ. Dagurinn međ ţeim skötuhjúum var hinn ánćgjulegasti í alla stađi og eiga ţau ţakkir skildar fyrir gestrisnina og yndislegt viđmót.
Á sunnudagskvöldiđ var síđan förinni heitiđ á Modest Mouse. Jónsi og Svana ákváđu ađ slá til og skella sér međ okkur. Ţrátt fyrir ađ finnast umrćdd hljómsveit alveg frábćr, ţá sérstaklega tvćr nýjustu plöturnar ţeirra, ollu tónleikarnir miklum vonbrigđum. Ţađ kann ađ hljóma einkennilega en vandamáliđ lá ekki beint í spilamennsku ţeirra. Ţeir voru, eftir á ađ hyggja, drullugóđir. Ţađ sem gerđi mig hinsvegar snarbilađann af brćđi var attitjúdiđ hjá ţessum gćjum. Tvćr upphitunarhljómsveitir spiluđu, sú seinni alveg ágćt, í rúma einn og hálfan tíma. Ţá tók viđ 40 mínútna sándtjekk (!). Ađ ţví loknu mátti lýđurinn bíđa í hálftíma í viđbót eftir stjörnunum. Ríflega tveimur og hálfum tíma eftir ađ tónleikarnir áttu ađ byrja stigu kempurnar á sviđ. Ég meina, ţetta er flott hljómsveit og allt en ţeir ekki ţađ mikiđ inni ađ ţeir geti hagađ sér eins og U2! Ekki ţađ ađ sú hljómsveit myndi sýna svona amatörs vinnubrögđ. Jafn geđgóđur mađur og ég mátti síns lítiđ ţegar gremjan hóf ađ krauma undir niđri. Ţađ tók góđan part af ţeim 90 mínútum sem hljómsveitin spilađi bara ađ ná mér niđur. Illskan gaus síđan strax upp aftur ţegar ţessir plebbar létu fólkiđ klappa sig upp í ađ verđa 10 mínútur!
Ef ég reyni ađ horfa einungis á frammistöđu hljómsveitarinnar á sviđinu fá tónleikarnir ţrjár mjög svo verđskuldađar stjörnur. Ef allt er hinsvegar tekiđ međ í reikninginn kreisti ég fram eina. Og hananú!
Ef ţetta hefđi veriđ keppni á milli Elton John og Modest Mouse í ađ hvernig skal halda tónleika og skemmta ađdáendum, hefđi sá fyrrnefndi malađ hana. Elton 3- MM 0
Góđar stundir
Um bloggiđ
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síđan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
2 og hálfur tími er bara glćpur!...nafniđ á hljómsveitinni er greinilega ekki mjög lýsandi fyrir ţá..: )
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.6.2007 kl. 17:44
Hefđir átt ađ taka danann á parken til fyrirmyndar. Bara upp á sviđ og glukka söngvarann og máliđ dautt
Sibbi (IP-tala skráđ) 4.6.2007 kl. 14:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.