Sunnudagur, 3. júní 2007
Endurgreitt
Ég er ekki frá því að ég hringi í KSÍ og krefjist þess að þeir endurgreiði mér hluta af þeirri upphæð sem ég lagði út til að sjá þennan myglaða landsleik. Ég er svosem ekkert miður mín yfir þessum úrslitum, er löngu hættur að gera mér einhverjar háar væntingar til íslenska landsliðsins. Það sem fór hinsvegar mest í pirrurnar á mér að fáir ef nokkur íslensku leikmannanna var að leggja sig fram. Það átti bara labba yfir andstæðinginn á gæðunum einum saman án nokkurrar fyrirhafnar. Markinu hans Brilla brennuvargs var varla fagnað, allt var þetta svo sjálfsagt og auðvelt. Og þó Guddi feiti geti ekki alltaf verið langbesti leikmaður liðsins þá er nú óþarfi að vera svona lélegur. Engu að síður missi ég engan svefn yfir þessu öllu saman, þetta er eins og þetta er...Það gæti samt verið eitthvað í það ég borgi mig aftur inn á landsleik. Ég hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama og skella sér frekar á Valbjarnarvöllinn og sjá hið geysiskemmtilega Þróttaralið leika listir sínar ;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.