Mánudagur, 4. júní 2007
Heimsókn
Fór í afar ánægjulega heimsókn í gær á stað sem óhætt er að kalla æskuslóðir. Brekkubraut 2 á Akranesi hjá þeim Gunna og Rósu var í mörg ár sá staður sem eyddi hvað mestum tíma á. Það var því mjög skemmtilegt að heimsækja þau eftir langan tíma, þó reyndar hafi ég stungið inn höfðinu þar fyrir tveimur árum. Ekki spillti það fyrir að Hafsteinn og Krissý voru á svæðinu með 2/3 af barnaskaranum sínum auk Lúlla, nýráðnum forstjóra Akraness eins og móðir hans virðist vilja titla hann ;) Allt var þetta ljómandi skemmtilegt og hressandi og mikið hlegið. Manni er alltaf vel tekið á Brekkubraut 2...
Fékk þær gleðifréttir í dag að ég er líkast til kominn með vinnu. Sá böggull fylgir reyndar skammrifi að ég mun ekki hefja störf þar fyrr en seinnipartinn í ágúst. Það er þó ekki niðurneglt. Þar sem þetta er ekki alveg hundrað prósent vil ég síður uppljóstra hver þessi nýi vinnustaður er fyrir þessum 7 manneskjum sem hingað koma...Tilkynni það vonandi í næstu viku.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.