Ég vil þunglynda veðurfréttamenn á skjáinn!

Mér orðið meinilla við veðurfræðinga. Daginn út og inn flytja þeir manni hörmungarfréttir af lægðum sem eru "að myndast austur af landinu og ættu að koma inn til landsins seinnipartinn á morgun". Er meira að segja kominn með mestu óbeit á Tedda vini mínum sem þó er hið mesta gæðablóð. Það er bara erfitt að vera sáttur við mann segir manni ekkert nema vondar fréttir. Í mestri óþökk hjá mér er samt helvítið hann Siggi stormur eða hvern fjárann sem hann kýs að kalla sig. Sífellt með eitthvað skítaglott á sér, flissandi eins og smástelpa á meðan hann tilkynnir það að allt útlit sé fyrir það að ég verði á æfingu í 15 metrum á sekúndu, grenjandi rigningu og þremur gráðum. Hvar er samkenndin hjá þessu óféti? Hann er bara alltof glaður á meðan þessum fréttaflutningi stendur! Nei, veðurfréttamenn eiga í sífellu að biðjast afsökunar á því að geta ekki boðið okkur upp á betra veður en það sem er í kortunum. 

Siggi gæti hafið lesturinn einhvernveginn svona: "Ég vil byrja á því að biðja landsmenn alla afsökunar á því sem ég er að fara útlista fyrir þeim. Ég skammast mín mikið fyrir þetta viðbjóðslega sumar sem ég er að bjóða ykkur upp á og ef fram heldur sem horfir er líkegt að ég hverfi af skjánum fljótlega og gefi öðrum tækifæri á að snúa blaðinu við. Mér sýnist sem svo að ég komist ekki lengra með þessar spár mínar og því við hæfi að ég komi mér aftur inn á kontór og hleypi hæfari fólki að." Og þetta ætti að segja með tárin í augunum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég mun horfa á veðurfréttir í allt öðru ljósi héðan í frá....

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 8.6.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband