Samt svo ungur

Litla barnið mitt, hún Hjördís Björk var að fermast í gær og í tilefni dagsins var slegið til veislu eins og venja er. Fermingin sjálf fór fram í Snóksdalskirkju sem er staðsett um 15 kílómetra frá Búðardal. Veislan var síðan í veiðihúsinu í Laxárdal. Allt heppnaðist þetta ljómandi vel, veðrið frábært, maturinn enn betri og margt góðra gesta og þakka ég þeim öllum kærlega fyrir komuna. 

Margir foreldrar hugsa til eigin aldurs þegar kemur að fermingu barna þeirra- líkt og nú séu ellimerkin orðin skýrari. Skiljanlega kannski þar sem barnið þitt er jú formlega að ganga inn í tölu fullorðna. Þó vissulega hafi þessi þankagangur lætt sér inn í hugann þá staldraði hann þar stutt við, af þeirri einföldu ástæðu að ég er nú ekki nema rétt tæplega 33 ára gamall. Ég er orðinn vanur því að fólk undrist að ég eigi svona fullorðið barn, ekki síst í ljósi hversu krakkalegur maður sjálfur er í útliti. Ekki er það heldur á það bætandi að Hjördís virðist töluvert eldri en hún er. Gapandi kjaftar hist og her koma mér ekki lengur í opna skjöldu.  

En elskuleg dóttir mín er semsagt fermd, nokkrum árum eftir að ég fermdist sjálfur ;)DSCF0058


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband