Fimmtudagur, 14. júní 2007
Those were the...
Fyrir rétt rúmum 14 árum, fór undirritaður ásamt Þorsteini Vignissyni og Hafþóri Birgissyni til Hollands, nánar tiltekið Rotterdam, að heimsækja nýjustu atvinnumenn Íslendinga í fótbolta, Adda B og Badda B. Ferðin var afar skemmtileg í alla staði, helst vegna þess að við fórum á þrenna U2 tónleika, þrjú kvöld í röð. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í Zooropa-túrnum, en U2 hafði það fyrir venju (gera kannski enn) að hefja Evróputúrana í Rotterdam.Ekki hef ég orðið svo frægur að komast aftur á U2-tónleika, þrátt fyrir mikla og góða viðleitni. Ég get þó huggað mig við það að á þeim tónleikum sem ég var á, var verið að promotera bestu plötu U2 á þeirra ferli, Acthung Baby... Ég hef lengi leitað að annaðhvort hljóðupptökum eða myndbandi af þessum tónleikum en ekki haft árangur sem erfiði. Hef þó komist yfir lagalista tónleikanna þriggja. Því má við bæta að Bono á afmæli 10.maí og voru tónleikarnir það kvöld aðeins öðruvísi en hinir tveir, meiri léttleiki og fíflagangur hjá hljómsveitinni. (það var ekkert leiðinlegt þarna, Haffi -Steini;):
9.maí, 1993
Zoo Station, The Fly, Even Better Than The Real Thing, Mysterious Ways, One-Unchained Melody, Until The End Of The World, New Year's Day, Dirty Old Town, Trying to Throw Your Arms..., Angel Of Harlem, When Love Comes to Town, Satellite of Love, Bad-All I Want Is You, Bullet The Blue Sky, Running to Stand Still, Where the Streets , Pride
Encore(s): Desire, Ultraviolet (Light My Way), With or Without You, Love Is Blindness, Can't Help Falling in Love
10.maí, 1993
Zoo Station, The Fly, Even Better Than The Real Thing, Mysterious Ways, One-Unchained Melody, Until The End Of The World, New Year's Day, Party Girl*, Trying to Throw Your Arms..., Angel Of Harlem-My Girl, I Will Follow, Satellite of Love, Sunday Bloody Sunday, Bullet The Blue Sky, Running to Stand Still, Where the Streets , Pride
Encore(s): Desire, Ultraviolet (Light My Way), With or Without You, Love Is Blindness, Are You Lonesome Tonight
Comments: * Edge only
11.maí, 1993
Zoo Station, The Fly, Even Better Than The Real Thing, Mysterious Ways, One-Unchained Melody, Until The End Of The World, New Year's Day, Wild Rover, Trying to Throw Your Arms..., Angel Of Harlem, Slow Dancing, I Still Haven't Found , Satellite of Love, Bad-All I Want Is You, Bullet The Blue Sky, Running to Stand Still, Where the Streets , Pride
Encore(s): Desire, Ultraviolet (Light My Way), With or Without You, Love Is Blindness, Can't Help Falling in Love
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mögnuð ferð áður fyr í old days... Ég held reyndar að skæsarinn eigi einhverja upptökur frá tónleikunum... Eru menn eitthvað að munda golfkylfurnar? Spurning um hring í bænum eða suður með sjó?
HB
Hafþór Birgisson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:49
Sælir piltar, ég á 2 lög frá tónleikunum 10. maí ´93 en það eru lögin Party Girl og Ultraviolet (light My Way).
Priceless tónleikaferð! minnist oft ummæla Hafþór fyrir fyrstu tónleikanna: "Ég ætla rétt að vona að mér leiðist ekki á þessum U2 tónleikum í kvöld"
Steini (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 21:56
Já, ég er klár í golf, nokkurn veginn hvenær sem er. Spurning um að draga þig af þessum geysierfiða heimavelli þínum og spila annarsstaðar þetta sinnið...Sláðu á þráðinn 615 3110
Mikið rétt frændi, Hafþór hafði sínar efasemdir fyrir tónleikana hvort nokkuð yrði í þá varið. Það stóð auðvitað ekki lengi yfir.
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 16.6.2007 kl. 21:36
Var þetta ekki bara á þeim tíma þegar Haxi var blue alla daga?
Sibbi (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.