Eitt og annað

RUV Lítið eitt hefur á daga oss drifið síðan síðast. Gámurinn frá Bandaríkjunum skilaði sér loks til Íslands og í okkar hendur um síðustu helgi. Það er því ekkert lengur því til fyrirstöðu að flytja inn, íbúðin klár og dótið komið. Smá dytterí eftir sem vart er um talandi. Þangað til dvel ég í íbúð Kidda bró þar sem hann og fjölskylda eru á Spáni. Svo er stefnan sett á að kaupa sér íbúð í Reykjavík þegar salan á húsinu á Laugarbraut er frágengin. Vantar einhvern hús?

Hóf störf hjá Vífilfelli í vikubyrjun. Atvinnumennsku minni í fótbolta lauk þar með eftir rétt tæplegan mánuð. Þetta var mikið sældarlíf á meðan því stóð þó launin hafi reyndar verið í lægri kantinum. Ég verð hjá kók framundir mánaðarmótin ágúst-september, en 1.september hef ég störf á nýjum vettvangi: Íþróttadeild Ríkisútvarpsins.

Afar spennandi starf sem ég hlakka mikið til að takast á við. Ég sótti upphaflega um á fréttastofu RÚV en þar var ekkert að hafa. Fréttastjórinn lagði engu að síður til að ég ræddi við mennina á íþróttadeildinn og eftir stutt spjall við Hrafnkel Kristjánsson lá ljóst fyrir að þetta myndi líkast til ganga upp. Endanleg staðfesting hefur hinsvegar tekið nokkrar vikur og fékkst í raun ekki fyrr en sl. mánudag. Starfið er afar fjölbreytt, bæði við útvarp og sjónvarp. Vinnustaðurinn sjálfur virðist líka líflegur og skemmtilegur og ekki skemmir fyrir að slatti af Skagamönnum starfa þar, þar á meðal Ásgeir Eyþórs, Óli Páll og Jón Páll. Yfirtaka er í bígerð...

Ég sá seinni hálfleik HK og KR í gær. Þvílíkt og annað eins andleysi í einu KR-liði hef ég aldrei séð. Skilst reyndar að þeir hafi verið nokkuð sprækir í fyrri hálfleik en sá ferskleiki hvarf niður með te-inu í hálfleik. Mér finnst það alltaf skýrasta merkið hjá liðum að eitthvað sé að þegar menn nenna ekki einu sinni að rífast: Hvorki við dómarann né sín á milli. Ekki svo að skilja að árangur felist í nölli við dómarann, það er bara svo skrýtið að sjá leikmenn svo sléttsama um hlutina að það skiptir þá ekki nokkru máli hvort dómarinn dæmir eins og fífl (eins og gerðist nokkrum sinnum í gær). Nú veit ég vel að einhverjir segja ´það er ekki til neins að röfla í dómaranum....og allt það, en það breytir þvi ekki að menn missa sig þegar adrenalínið er á fullu og árangur liðs þíns skiptir öllu máli í þessar 90 mínútur. Það er lítið passion í Kr-liðinu í dag. Mér væri svosem nokk sama um árangur kringa ef ekki væri fyrir félaga minn hann Gunnlaug. Þetta er hræðileg staða að vera í og reynir virkilega á geðþolið að standa slíkt af sér...

Hitt röndótta stórveldið í Reykjavík, Þróttur, gengur hinsvegar allt í haginn þessa dagana. Fjórði sigurinn í deildinni í röð náðist á þriðjudaginn þegar við unnum KA 2-0. Næst er það Grindavík á morgun suður með sjó. Ég vænti þess að sjá Habbó í stúkunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veitir af að rétta hlut þeirra RÚV manna.

"Á 71. mínútu fengu skagamenn hornspyrnu sem Bjarni Guðjohnsen skoraði örugglega úr"  Hljómaði í 10 fréttum á Þriðjudagskvöldið

 Til lukku með þetta. Skil samt ekki afhverju RÚV hefur ekki ráðið kvikmyndagerðamannin Peppa Gunn til sín

Sibbi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:50

2 identicon

Þetta er snilldar move hjá Páli Magnússyni að ráða Hjörza Hjarz, er alveg pottþéttur á að HJH eigi eftir að reynast mikill happafengur fyrir RÚV OHF... Virkilega gleðilegt að fylgjast með Þrótturum & síðast en ekki síst framgöngu marka Hjörs. Margir voru búnir að afskrifa hann, en þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur. Kv, HB

HB (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:48

3 identicon

Til lukku með starfið hjá RUV

HB, manni verður óglatt af smjaðrinu í þér.... *æl* 

ÞIV (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 01:49

4 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar varðandi starfið heiðursmenn og Haffa að auki fyrir hvatningarorð hans um áframhaldandi endurkomu í heim knattspyrnunnar, afar vel orðað hjá honum.

Og Þorsteinn, þó ég taki nú eflaust oftar afstöðu með þér þegar kemur að þrætumálum ykkar félaganna, ekki síst ljósi þess að Habbó dansar oft helvíti fínt eftir línunni með margt ;) þá á ég ekki neinum vandræðum með að gagnrýna árás þína á Hafþór að þessu sinni. Hér er maður að hrósa- sem og að hvetja- vin sinn til dáða og þú lítur á það sem sleikjuhátt. Þarna verður þú að kíkja í eigið hugarþel og athuga hvað er úr lagi þar áður en þú leggur dóm þinn á annarra orð (Gauji frasi gæti hafa sagt þetta! ;)Skamm, Þorski... 

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 22.6.2007 kl. 13:37

5 identicon

Hvernig fannst þér ræðan hjá mér í rútunni í kveld Hjass? Mín persónulega skoðun er að þar hafi verið tímamótastykki á ferð.

kv. Oddurinn

ps. ef þú mætir án legghlífa á æfinguna á sunnudaginn túlka ég það þannig að þú sért tilbúinn í næsta leik

Gunni Odds (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband