Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Enn á meðal manna...
Lítið hefur verið ritað á þessu síðu undanfarið þar sem enn er ekki komin internet-tenging á nýju heimili mínu. Hef reyndar greiðan aðgang að tölvu í vinnunni en sökum anna í kóksölu hefur enginn tími gefist til skrifta. Ekki er heldur frá svo miklu að segja hvort sem er...
Eitt og annað að gerast í boltanum. Rauf 100 marka múrinn í deildarkeppnum á Íslandi með þrennunni sem ég skoraði í Eyjum um daginn í góðum sigri minna manna. Á þó enn langt í land í að ná vini mínum, honum Valda Kriss, enda er hann að nálgast 200 mörkin! Sárgrætilegt tap fyrir Keflavík í bikarnum í gærkvöldi. Vorum mun betri allan leikinn og áttum meira skilið fyrir alla þá vinnu sem við lögðum á okkur. En að því er víst ekki spurt.
Og Siggi Sörens: Farðu að panta borð, þetta er búið ;)
Þangað til ég fæ nettengingu heima hjá mér þá verða færslur hér frekar stopular.
Þangað til næst...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja hjössi mér finnst þú full sigurviss, ég spila við bí/bol á morgun, svo á ég afríku, snæfell og fleiri slök lið þanning að ef ég væri þú þá myndi ég bara hafa mig hægan því ég er að undirbúa comeback of the year...
siggi sörensen (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.