Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Það var fyrir 16 árum...
...að ég fór síðast til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð.Úr því var bætt um helgina þegar ég eyddi þar laugar-og sunnudeginum. Stórkostleg skemmtun eins og við mátti búast. Olla var svo forsjál að panta flug heim fyrir okkur eldsnemma á mánudagsmorgninum sem var algjör lifesaver og gerði æfinguna seinnipartinn mun auðveldari en ella.
Það var kannski heldur mikið súpað þessa helgina. Heimir og Helga Dís buðu okkur í mat og eins og þeir sem til þekkja vita, þá gjörsamlega hatar Heimir að sjá tóm vínglös hjá gestum sínum. Þessvegna rúlla ég alltaf niður Jörundarholtið frá þeim hjónum...Engu að síður var kvöldið afar ánægjulegt eins og vanalega þegar maður er í góðra vina hópi.
Þróttarar hafa keypt nýjan senter, Dana sem lúkkar nokkuð vel. Virðist vera hörku fótboltamaður og því má maður fara vara sig. Nú er bara drulla sér upp á tærnar á nýjan leik og koma sharpnessinu aftur í gang. Nú eða bara fara grenjandi heim í Skallagrím ;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru víst fleiri sem rúlluðu niður Jörundarholtið...
Olla (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 11:23
Takk fyrir síðast! Brekkan á sunnudagskvöldið var bara snilldin ein.
Steini (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.