Föstudagur, 10. ágúst 2007
Er KR 2007 lélegri heldur en Skallagrímur 1997?
Er nema von að maður spyrji? Átti stutt spjall við félaga Gunnlaug í gær og að sjálfsögðu bar á góma bág staða "stórveldisins". Þrátt fyrir slæmt tap deginum áður og kyrfilega setu í kjallaranum var fyrirliðinn vongóður um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Þó staðan sé slæm og allt það þá ber kafteininum sú skylda að halda í vonina og berja sína menn áfram- skiljanlega. Sé staða KR og Fram, til þess að gera, sett í ákveðið samhengi þá myndi eflaust mörgum fallast hendur í herbúðum þessara liða. Samhengið sem ég tala hér um er hið einstaka Skallagrímslið frá 1997.
Að 12 umferðum loknum árið 1997 vorum við félagarnir í Borgarnesi með 9 stig og í næstneðsta sæti. Þar sátum við einnig að 18 umferðum loknum með 15 stig og þ.a.l. ekki velkomnir lengur í úrvalsdeildinni. Liðin í 9. og 10. sætum deildarinnar í dag eru með 7 og 8 stig, einu minna en Skallagrímur fyrir 10 árum. Til að KR nái þeim 15 stigum sem við náðum ´97, þurfa þeir að ríflega tvöfalda árangur sinn á síðasta þriðjungi mótsins. Vissulega geta þeir það en því fer fjarri að það "gerist bara" eins og margir virðast halda (aðrir en leikmenn KR sem gera sér fulla grein fyrir alvöru málsins, tel ég allavega).
Af þessari samantekt minni má semsagt komast að þeirri niðurstöðu að Skallagrímsliðið frá ´97 myndi vinna KR-liðið í dag! Einföld vísindi sem erfitt er að hrekja ;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér væri þægð í því að þú settir hrokann og sjálfstraustið á fullt um kvöldmatarleytið og settir eins og tvö stykki. Takk fyrir það!
Haukur Nikulásson, 10.8.2007 kl. 12:22
Þykir mér það miður að vera álitinn hrokafullur, þó af ókunnum sé...Mörkin tvö litu dagsins ljós og er ég nokkuð viss um að meintur hroki undirritaðar hafi hvergi komið þar nærri
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 10.8.2007 kl. 23:18
Hjörtur, ég var að koma úr Þórsmörkinni og sé mér til mikillar gleði að þú varðst við ósk minni. Ég veit eðlilega ekkert um þitt innræti en það þarf vissan íþróttahroka til að klára dæmið og það gerðir þú greinilega með sóma.
Til hamingju Hjörtur og takk fyrir mig!
Haukur Nikulásson, 12.8.2007 kl. 17:32
áfram KR
M.Lú (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 21:53
Varst Þú Hjörtur í Skallagrímsliðinu sem komst upp á kostnað Þróttar1996 eftir æsispennandi úrslitaleik þar sem Þróttur brenndi af víti og allt. Ef svo er þá ertu nú búinn að vera helv.. lengi í brannsanum en samt rétt að byrja miðað við frammistöðuna í sumar. Glæsilegur á velli.
Dóri (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:29
Hjörtur minn þér má nú allveg vera skítsama hvort einhver aðili útí bæ haldi að þú sért hrokafullur. Það sem skiptir máli er að fjölskylda og vinir viti hvern mann þú hefur að geyma. Það getur verið kalt á toppnum. I know it. Er þetta til dæmis hroki að halda þessu fram?? Fyrir ókunnuga kannski. En þeir skipta mig engu máli. Kveðja frá Þýskalandi þar sem allir telja Bayern Munchen hroka gikki en þeir eru einfaldlega bestir.
Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 20:50
Takk fyrir þetta kæri frændi. Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér með þetta...eins og flest annað reyndar
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 21.8.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.