Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Af tónleikum og bíóferð
Fórum á afar skemmtilega tónleika í síðustu viku með Jan Mayen. Hljómsveit þessi gaf nýverið út aðra plötu sína, So much better than your normal life- afar "cool" titill- og eftir slatta af hlustun get ég hiklaust mælt með þessari plötu. Skemmtilegt rokk og ról sem er ágætis tilbreyting frá öllu þessu mjálmi sem tröllríður öllu nú um stundir...
Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að ætla minnast á frammistöðu Stuðmanna á Kaupþingstónleikunum um síðustu helgi. En gerum það samt. Ég get nefnilega ekki orða bundist yfir þessu prumpi sem "hljómsveit allra landsmanna" bauð upp á. Bjánalegir búningar, misheppnaðar útsetningar á gömlum "smellum" auk almennra leiðinda í lagavali tryggðu að gigg Stuðmanna var það allra lélegasta þetta kvöldið- meira að segja Nylon og huggulegu piltarnir hans Einars Bárða í Luxor voru meiri skemmtun en Stuðmenn þetta kvöld, og voru þau samt frekar döpur...
Í gærkvöld skelltu við okkur síðan á Sicko, nýjustu mynd Michael Moore þar sem heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er skoðað í þaula. Fjögurra ára dvöl kanalandi hefur vissulega dregið niður "sjokk-stuðulinn" hvað bjánalæti Bandaríkjamanna varðar, engu að síður var maður hálfgapandi yfir þessu mjög svo vonda heilbrigðiskerfi sem Bandaríkjamenn búa við. Það er bara svo með þetta eins og annað í Bandaríkjunum; peningagræðgi og óvægin markaðsöfl ráða ferðinni. Það breytist ekkert í bráð.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.