Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Stórleikur um helgina
Markahæsti leikmaður allra tíma, Valdimar Kristmunds Sigurðsson, hafði samband við mig í síðustu viku og tilkynnti mér að fyrirhugaður væri knattspyrnuleikur í Borgarnesi laugardaginn 24.ágúst næstkomandi og nærveru minnar væri óskað. Leikurinn sem um ræðir er á milli Skallagrímsliðsins sem lék í Úrvalsdeildinni 1997 gegn núverandi liðsmönnum. Í kjölfarið er áætlað að menn snæði saman grillmat sem fyrrum formaður knattspyrnudeildarinnar og mikill snillingur, Jakob Skúlason mun framreiða. Sjálfsagt munu leikmenn eldra liðsins í framhaldinu fara yfir the glory days of Skallagrímur F.C. Vonandi verður það ekki eina umræðuefnið því þá lýkur kvöldinu kannski heldur snemma
Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Skallagrímsvelli og hvet ég alla til að mæta.
Fyrst er það hinsvegar leikur Þróttar gegn Njarðvík á föstudaginn. Gífurlega mikilvægur leikur upp á framhaldið og þrjú stig afar nauðsynleg. Með sigri tel ég okkur vera komna með vinstri fótinn upp í efstu deild. Þar sem það virðist ómögulegt að fá Hafþór Ægi til að koma á leik hjá mér í höfuðborginni þá vonast ég til að han tími að splæsa í bensín yfir lækinn og punga út fyrir aðgöngumiða...annars skilst mér að Þóroddur sé tilbúinn til að lána honum fyrir miðanum ef sérstaklega hart er í ári hjá æskulýðsstjóranum
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður meistari...
Alltaf gaman að sjá hvað maskínan hefur fram að færa. Þið takið Njarðvíkingana og takið enn eitt skrefið í átt að Landsbankanum... Mig langar samt að vita hvort eitthvað sé að frétta af henni Úrrrsúlu? Er Satan í ruglinu?
Kveðja frá Boston þar sem er spilaður fótbolti tvisvar á dag og alltaf verið að fara í gegnum einhverjar færslur og leiðindi sem fær mann til þess að sakna 45 mín. reitarboltans á Klakanum...
JR
Jón Ragnar (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 05:52
karlinn mætti. varð ekki fyrir vonbrigðum. Hjörzinn með sigurmarkið, en skatinn beilaði.... gömul saa og ný....
HB (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:18
karlinn mætti. varð ekki fyrir vonbrigðum. Hjörzinn með sigurmarkið, en skatinn beilaði.... gömul saga og ný....
HB (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:19
Já, það eru sumir sem sýna stuðning sinn í verki og sumir gera það bara alls ekki...Það yrði hinsvegar afar hamingjusamur ef þið félagarnir kæmuð á leikinn um næstu helgi, stórleik Þróttar og Grindavíkur. Það má ekki missa af þeim leik...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 25.8.2007 kl. 12:55
Ég var að ræða við Errið í símann í gærkveldi & við vorum nánast sammála um að við myndum ekki ,,nenna" að bíða eftir fótboltakvöldi á RUV, þar sem engin viðtöl eru þar og við búnir að sjá mörk og færi hjá Sýnarmönnum. En það er skemmst frá því að segja að þetta var einn albesti fótboltakvöldsþáttur á RÚV frá upphafi. Mér heyrðist ég þekkja rödd spyrilzinz í Frostaskjólinu, og vona að minn grunur reynizt réttur. Þannig að mín spá í framtíðinni er að umfjöllun um íslenska knattspyrnu hjá RÚV verði a.m.k. ekki slakari en hjá Sýnarmönnum...
HB (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 13:15
Takk og komið i sæl.
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 27.8.2007 kl. 17:08
Hjörtur Hjartarson las.. var það eina sem ég heyrði í 10. fréttum útvarpsins í gær.. missti af þessu.. ertu ekki örugglega betri en Valtarinn.. djók.. tveir Skagamenn í Samtökum Íþróttafréttamanna, er það met. Gangi þér vel í nýja djobbinu.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 28.8.2007 kl. 01:33
Kærar þakkir fyrir það Elvar. Varðandi Valtý þá hlýt ég að stefna á aðeins öflugri viðmið heldur en hann þegar kemur að dæma frammistöðu í nýja starfinu...;)
Við Skagamenn tökum yfir samtökin, ekki spurning.
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 28.8.2007 kl. 16:23
Hvernig fót þessi leikur Skallar vs. Skallar?
Var Valdi á skotskónum eða sást þú algerlega um það?
Lúðvík Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 20:29
Maður er nú meiri sauðurinn...sá þetta í næstu frétt.
Það væri hins vegar gaman að fá að nöfn markaskorara '97 liðsins.
Lúðvík Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 20:35
Heyrðu, Lúlli, það var þannig að ég, Valdi og Gunnar M. settum tvö hver. Síðan var það bakarinn knái, Alfreð Karlsson sem setti síðasta markið með laglegum skalla þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 3.9.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.