Út í djúpu laugina...

Þá er bara komið að því. Ég hóf störf í nýju vinnunni í vikunni- reyndar mætti ég fyrst á sunnudaginn en það var meira svona fylgjast með. Gerði  þó reyndar tvennt, las hluta af sex-fréttunum og tók síðan sjónvarpsviðtölin í markakvöldi Sjónvarpsins eftir leik KR og ÍA. Það var vel við hæfi að jómfrúarviðtalið væri við félaga Gunnlaug Jónsson. Gulli er vanur hlutverkinu og því auðveldur viðfangs. Guðjón og Bjarni eru einnig fagmenn í þessu og því ekki mikið mál að spjalla við fyrrnefnda kappa. Fannst þetta ganga alveg ágætlega. Eina sem ég var kannski ósáttur við var hversu mikið klipparinn tók af viðtölunum mínum. Ég lét þetta að sjálfsögðu yfir mig ganga- maður fer ekki að ybba gogg alveg á fyrsta degi...eða hvað?

Annars er ég afar spenntur fyrir þessu starfi. Mér hefur verið afar vel tekið af samstarfsfólki mínu hér innanhús og allir virðast boðnir og búnir við að aðstoða mann þessi fyrstu skref. Framburður og  annað sem viðkemur fréttalestri er undir stöðugu eftirliti tæknimanna útvarpsins sem kemur til með að hjálpa mér mikið því vissulega er margt að bæta. Verð líkast til mestmegnis í útvarpinu til að byrja með en Hrafnkell yfirmaður vill henda mér á sjónvarpsvaktina líka sem fyrst- telur það hreinlega vera betra heldur en að draga þetta lengi. Persónulega myndi ég vilja meiri tíma en fyrirhugað er en ég ræð víst ekki öllu um það.

Skallagrímsdagurinn um síðustu helgi heppnaðist frábærlega og skemmti ég mér konunglega. ´97 liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum og sigraði 7-2, að mig minnir. Gamla kempan, Ólafur Adolfsson er keppnismaður mikill og sem liðsmaður 2007 liðsins var hann staðráðinn í að ná fram sigri. Þegar ljóst mátti vera að það takmark myndi varla nást varð hann nokkuð grimmur kallinn. Í eitt skiptið tókst mér að leika á hann en Óli var staðráðinn að heiðra regluna  „aldrei maður og bolti framhjá mér“ sem aldrei fyrr. Í þann mund sem ég hyggst þjóta framhjá honum ;) lætur hann sína löngu skanka vaða í hnéið á mér svo ég lá óvígur á eftir með stingandi verk. Aðspurður hvort þetta væri nú ekki einum of sagði Óli bara: „þú ert bara heppinn Hjörtur að ég tók ekki almennilega á þér“! Um kvöldið þegar menn höfðu drukkið einn, tvo bætti Ólafur svo við- síður en svo afsakandi, frekar svona hlæjandi. „Hjörtur, ég hélt bara að þú værir með legghlífar!!“

Stjarna kvöldsins var eins og svo oft áður, Hilmar Hákonar, aka Hilmario Kempes eða Hillí Vanillí (uppnefni eru Hilmars sjálfs). Maðurinn er endalaus uppspretta af drepfyndnu bulli. Til að mynda þetta: Eftir leik þegar við vorum að sturta okkur, stendur Hilmar fyrir framan alla í klefanum, kviknakinn og segir með sinni mjóróma rödd: „það er ekki hægt að sjá á líkama mínum að ég hafi eignast fjögur börn“. Snillingur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg enda mikilvægur leikur á laugardaginn. Óli Adolfs er gríðarlega harður það get ég vottað. við spiluðum saman 1985 eða 1986 í víkingi ólafsvík á einhverju knattspyrnulegu niðurlægingarskeiði byggðalagsins. Uss það endaði ekki vel. Kem pottþétt á leikinn á laugardaginn.

dóri (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Himmi er náttúrulega engum líkur það er bara þannig.

Lúðvík Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Jóhann Waage

Frábært að halda svona dag, það fer nú varla á milli mála að maður sakni nú '97 liðsins og ekki var '96 tímabilið neitt verra, enda langtum skemmtilegra að verða í 2 sæti í 1 deild heldur en að falla úr Úrvalsdeild. Spurning hvort að mínir menn úr körfunni í Skallagrím ættu ekki að halda svona leik aftur(það var nú gert fyrir nokkrum árum) og bjóða kannski nokkrum fjölmiðlamönnum á leikinn.

En gangi þér allt í haginn Hjörtur í nýrri vinnu, fínt að vera búinn að fá alvöru mann í þessa deild en ekki bara áhugamenn um gólfæfingar með borða.

Kveðja
Skallinn (JW)

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Ég þakka góðar kveðjur...

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 31.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband