Allir á völlinn!

Það hafa ekki verið margir "stórleikirnir" í 1.deildinni í sumar en á morgun fer fram sá stærsti hingað til í það minnsta þegar við Þróttarar tökum á móti efsta liðinu, Grindavík. Ég tel möguleika okkar nokkuð góða- allir fit- nema að sjálfsögðu Daninn knái. Það ætla aldeilis að reynast frábær kaup...Allavega skora ég á fólk að mæta og hvetja röndótta liðið til sigurs.

Allt fínt að frétta úr vinnunni. Virkilega góður andi ríkir í Útvarpshúsinu og allir boðnir og búnir við að aðstoða nýliða eins og mig. Sem veitir ekki af þar sem ég er enn að ná tökum á þessu öllu saman. Aðeins flóknara en maður taldi í fyrstu að lesa 2-3 mínútna texta svo vel sé. Það er að mörgu að huga sem maður áður tók sem sjálfsögðum hlut. Maður getur víst lítið gert að því hvernig röddin í manni hljómar dagsdaglega en það skiptir kannski ekki öllu máli heldur. Að vera skýrmæltur, ekki lesa of hratt, halda tóninum í röddinni jöfnum og góðum og alls ekki hljóma eins og þú sért að lesa af blaði (!?!) Það tekur tíma að komast upp á lagið með þetta. Ég hef svosem ekki miklar áhyggjur enn sem komið er og fyrst hinn ofursvali Broddi Broddason gerði sér sérstaka ferð á borðið til mín í gær til að bera lof á frammistöðu mína (auk nokkurra góðra ráðlegginga um hvernig má bæta þá hluti sem eru að) þá líður mér bara ágætlega með þetta allt saman.   

Ég ætla ekki að stíga í þann fúla pytt að kommenta mikið á KR-inga þessa stundina, nóg er víst komið. Má hinsvegar til með að lýsa ánægju minni með minn mann hjá vesturbæjarstórveldinu, G.J. sem fór hamförum í sjónvarpinu í gær. Ef sú ræða sem kafteinninn þrumaði þar (með miklu líkamlegu látbragði ) vekur ekki liðsmenn þessa félags til lífsins þá er þeim varla viðbjargandi. En Gulli minn, sparaðu svona tímamóta viðtöl þangað til ég er með míkrafóninn í hendinni ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með karaktersigurinn í kveld gegn Grindavík. Sanngjarnt og allt það. Ekki ofmetnast þó því þið þurfið að taka Þórsarana á fimmtudaginn til að gulltryggja sætið í efstu deild. Koma svo! Jón Ólafs

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband