Mikil próduksjón

Ekki hefði ég fyrirfram trúað því hversu mikið umstang fylgir einni beinni útsendingu líkt og þeirri sem Sjónvarpið var með á laugardaginn á landsleik Íslands og Spánar. Allur tækjabúnaðurinn, allt starfsliðið og havaríið í kringum þetta. Það var þó ekki það sem var mér efst í huga hálftíma fyrir leik og ég með míkrafóninn í hendinni, tilbúinn fyrir fyrsta "standuppið" í sjónvarpi allra landsmanna. Til stóð að ég tæki viðtal við Eyjólf Sverrissson og um leið átti ég að ausa úr skálum visku minnar með nokkrum orðum áður en að viðtalinu sjálfu kæmi. Engar sérstakar leiðbeiningar lágu fyrir, "bara nokkur orð um leikinn og svona" voru þær skipanir sem ég fékk. Frekar loðið. 

Það var því vænn skjálfti í hnjánum á þessum tímapunkti. Ekki bætti úr skák að nokkrum sekúndum áður en ég hóf bullið að sá sem stjórnaði útsendingunni sagði eyrað á mér að hafa ekki áhyggjur, "það væru ekki nema 80 þúsund manns að horfa á"!!! Ekki fyndið. Síðan dróst það úr hófi fram að Eyjólfur kæmi í viðtalið, sem gerði það að verkum að maður hafði enn meiri tíma til að hugsa um það sem úrskeiðis gæti farið. 

Allt tókst þetta nú þolanlega held ég. Í það minnsta kastaði ég ekki upp eða þaðan af verra. Engin tímamótaframmistaða en sama skapi engin viðurstyggð...vona ég. Reyndar fór Emil Hallfreðsson nokkuð illa með þegar hann svaraði spurningu minni um markið með spurningunni: "Var þetta ekki bara svona ala- Hjörtur, skalli beint hornið?" Í ofanálag við þetta kjaftstoppandi tilsvar Emils, þá frussaði hann með síðasta orðinu risaslummu beint í augað á mér svo ég hreinlega blindaðist í nokkrar sekúndur! Með risa-slefslummu í auganum og versta svar sem byrjandi í beinni útsendingu í sjónvarpi getur fengið, var fátið sem í kjölfarið á mig kom, nokkuð skiljanlegt myndi ég halda!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég sá þetta ekki - ekkert vatnshelt sjónvarp í blaðamannastúkunni skilurðu.. en láttu hreinsa augað vel., gaurinn er úr Hafnarfirði.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 12.9.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband