Miðvikudagur, 26. september 2007
Eitt stig...
Eitthvað virðist þetta eina stig sem okkur Þróttara vantar til að tryggja sætið í Úrvalsdeildinni á næsta ári ætla standa í okkur. Tveir tapleikir í röð gegn Fjölni og ÍBV þýðir að við verðum að fara í lokaleikinn án þess að vera búnir að tryggja okkur. Engin óskastaða en úr því sem komið er fögnum við úrvalsdeildarsætinu bara enn meira en við hefðum ella gert. Þróttur hefur reyndar verið með stöðugan niðurgang í september undanfarin ár sem hefur oftar en ekki reynst liðinu dýrkeypt. Við Þróttarar höfum hinsvegar verið duglegir með klósettpappírinn og komum spikk og span og vel hreinir um afturendann í leikinn gegn Reyni.
Ég fór um daginn með Ollu og Hjördísi á leikritið Heteróhetjur sem sýnt var í Stúdentaleikhúsinu- minnir mig. Þetta var með skelfilegri lífsreynslum sem ég hef upplifað verð ég að segja. Leikritið var hreint afbragð, dramatískt en þó meira fyndið en nokkuð annað. Það sem gerði þessa 80 mínútur hinsvegar allt að því óbærilegar var hversu gífurlega opinskáar lýsingar samkynhneigðum kallana voru á kynlífi þeirra og limaburðum- með dóttir mína mér við hlið...Ég hafði ekki hugmynd um að leikritið væri svona þó ég vissi vel hvert umfangsefnið væri. Dóttir mín er nú ekkert smábarn, fullvaxta unglingur ef svo má orða, og því taldi ég að þetta yrði nú alltílagi. Því fór fjarri. Þó ég sé nú nokkuð öruggur um að Hjördís hafi ekki borið neinn varanlega skaða af leiksýningunni, þá sprettur svitinn aftur fram á ennið bara við það eitt að hugsa um þessar mínútur. Dýrin í Hálsaskógi, Kalli á þakinu og álíka sýningar eru það eina sem við feðginin förum á saman í framtíðinni. Ég tek bara ekki fleiri sénsa í þessu...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.