Að kúka í skóinn sinn

Sumir kollegar mínir (þ.e. aðrir íþróttafréttamenn) virðast ekki ráða sér fyrir kæti í hvert skipti einhver innan stéttarinnar misstígur sig. Fara þar fremstir í flokki blogghetjurnar þeir Henry Birgir og Sigurður Elvar. Báðir ágætir blaðamenn með mikla og góða reynslu. Báðir eru þeir, tel ég, nokkuð virtir innan íþróttaheimsins fyrir vönduð störf. Þeir eru hinsvegar fjarri því að vera saklausir af mistökum sem ratað hafa á síður miðla þeirra. Starfsmanni RÚV var það á um daginn að rita rangt nafn á vefsíðu rúv og gefa sama aðila einhvern slatta af mörkum sem hann átti víst ekki skilið. Ekki veit ég hvernig þessir mistök urðu til en skondin voru þau engu að síður. Nú vil ég ekki taka það frá þeim að nauðsynlegt er að henda gaman af hlutum sem eru fyndnir, rétt eins og fyrrnefnd mistök. Ég kemst bara ekki hjá því að finnast eins og mistök gerð innan þessarar stóru stofnunnar, RÚV ohf., séu á einhvern hátt gert hærra undir höfði en álíka mistök annarra miðla. 

Menn telja mig eflaust hörundsáran og gjörsamlega ófæran um að taka léttu gríni. Það er alls ekki svo. Fannst til að mynda athugasemdin um Jón Bassa gjörsamlega óborganleg þó ég hafi nú reyndar neyðst til að breyta henni.  Allur þessi kafli hefur í raun verið undanfari að þeirri yfirlýsingu minni að nú mun ég gerast þjóðar-sálar-innhringjandinn, líkt og kollegar mínir, með áherslu á innsláttarvillur og málbrenglun í Fréttablaðinu og Mogganum! Þó mun ég reyna að bera fram athugasemdir mínar á aðeins lítillátari hátt með dash minni hroka...Koma svo! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Hjörtur,

"virðast ekki ráða sér fyrir kæti" er talsvert ofmat á stöðunni.

Þú verður aðeins að vinna í skrápnum ef þú ætlar að endast í þessu. Ekki hægt að taka alvarlega og inn á sig svona kyndingar sem eru frekar léttvægar. Þetta mál er reyndar einstaklega fyndið.

Samt ánægjulegt til þess að vita að þú ætlir að vera á bakinu á okkur, fagna því. Ef þú missir af þá skal ég senda á þig næst er ég misstíg mig. Gæti reyndar verið mjög langt í það þar sem ég misstíg nánast aldrei :)  No problemmo, shit happens í þessu eins og öðru og menn verða að geta brosað að eigin mistökum enda gerist ýmislegt í beinni sem og undir tímapressu blaðanna.

Reyndu svo að brosa eins og þulurnar þegar þú lest fréttirnar, ert allt of alvarlegur :-)

varstu annars að láta að´því liggja í pistlinum að þú bærir ábyrgð á "Jóni Bassa"? Það væri ekki óvitlaust að upplýsa hver stóð þar að baki.

bestu

Henry Birgir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Mér fannst ég hafa komið því frekar skýrt til skila í pistlinum að því færi fjarri að ég sé sár í hjartanu yfir þessum léttu skotum frá ykkur félögunum. Síður en svo. Athugasemdirnar ykkar eru settar fram sem góðlátlegt grín og ekki í þeim tilgangi að gera lítið úr fréttamanninum (vona ég allavega)

Ég bar ekki ábyrgð á "Jón Bassa" málinu. Var ekki á vakt þá. Var hinsvegar á vakt daginn eftir og leiðrétti þetta þá. Ég veit vel hver Jón Bassi er og hann spilar ekkert handbolta ;)

Bara fyrir þig, Henry, mun ég brosa eins og hirðfífl allan hringinn næst þegar ég les :-)

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 9.10.2007 kl. 14:27

3 identicon

Sælir. Ég verð víst að taka það á mig að hafa vakið athygli á þessari frétt í bloggheimum. Mér sýnist að þú sért sammála því að þetta hafi verið of fyndið til þess að sleppa því. Tek hins vegar fram til að fyrirbyggja misskilning, að mörg mistök hefur maður gert í þessum bransa og hafa "best of" einmitt verið rifjuð upp á blogginu í gegnum tíðina. Gangi þér vel í harkinu.

Bolvíska Stálið

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:55

4 identicon

Voða leynd er þetta í Efstaleitinu um hver lét taka sig svona í bólinu með Bassanum.

Annars ángæður með andann, ég vil annars ekki bara bros heldur alvöru Colgate-smile

HBG (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband