Íbúðarkaup

RauðalækurVið Olla keyptum okkur eitt stykki íbúð á fimmtudaginn. Skrifuðum undir kaupsamning þá og fáum afhent 15 des. Íbúðin er í Laugardalnum (fyrst maður er nú Þróttari...) nánar tiltekið Rauðalæk 37. Þetta er tæplega 100 fermetra íbúð á jarðhæð í fjórbýli, björt og fín. Verðið er ekki uppgefið hér en það var, að ég held, bara sanngjarnt. Hefði að vísu geta keypt mér einbýlishús á Akranesi fyrir sama verð, en mig langar ekki alveg á æskuslóðir núna, kannski seinna...

 

Það heillaði okkur sérstaklega þessi hurð sem fyrrum eigandi var nýbúinn að setja upp, sem gerir manni kleift að ganga beint útí garð. Þar er smá hellulagður pallur þar sem gaman verður að sóla sig. Annars er íbúðin í góðu standi, sem og húsið, mikið nýtekið í gegn. Iðnaðarhendur mínar fá því miður ekki verðugt verkefni að þessu sinni. En maður hlýtur þó að finna dugnaði sínum einhvern farveg engu að síður...hmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju, en mér þykir þetta nú vera grunsamlega nálægt frú Málfríði. Ekki það að hún sé slæm kona, en það er aldrei ráðlegt að búa of nálægt tengdafólki;)

AK (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 22:37

2 identicon

Til hamingju þið!

Þetta er fullkomin staðsetning fyrir margra hluta sakir, en þá ekki síst af því að þetta sparar mikinn tíma fyrir sveitalúðana þegar þeir koma í heimsókn í borgina.

Bylgja (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband