Heima hjá Sigur Rós

Sigur Rós

Við skötuhjúin skelltum okkur í bíó á myndina Heima, mynd álfastrákanna í Sigur Rós. Í fáum orðum var þessi mynd alveg frábær. Hádramatísk í alla staði þar sem tónlistin er í forgrunni. Myndin fylgir hljómsveitinni kringum landið á tónleikaferðalagi þeirra sumarið 2006. Þó myndin sé ákaflega falleg og dramatísk, fannst mér hún aldrei verða tilgerðaleg. Álfastrákarnir eru líka nokkuð eðlilegir í myndinni, tjá sig skýrt og greinilega í viðtölunum, óhræddir og alles. Annars rifjaðist upp fyrir mér þegar ég Bjarki og Óli naut fórum að sjá þá félaga spila í Nashville fyrir um tveimur árum þegar við bjuggum í Montgomery. Læt fylgja með ferðasögu og tónleikarýni sem ég ritaði í kjölfar tónleikanna...Efast um að margir nenni að lesa í gegnum þetta allt, eeeen, læt þetta fara engu að síður.

Ég, Bjarki og Óli naut fórum á Sigur Rós á þriðjudagskvöldið í höfuðborg köntrítónlistar, Nashville, Tennesse. Tónleikarnir voru haldnir í Ryman Auditorium sem er gömul kirkja og tekur rétt ríflega 2500 manns í sæti. Þó ég hafi keypt miðana í nóvember, nokkrum dögum eftir að þeir fóru í almenna sölu, voru sætin sem við fengum ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ekki er hægt að tala um "léleg" sæti í svona litlum sal, en ef það yrði gert þá vorum við í þeim. Uppselt var á tónleikana eins og flesta aðra tónleika þeirra félaga hérna í Bandaríkjunum.

Blaðamannaeðlin var sterkt í mér þetta kvöld og fyrir tónleikana var ég stanslaust að taka púlsinn á tónleikagestum
0Af útliti flestra þarna mátti ímynda sér að allir væru þeir nemar í Listaháskóla Íslands. Lopapeysur og húfur, hlédrægar og hvíslandi listaspírur, mussuklæðnaður og litað rautt hár...Auðvitað var "eðlilegt" fólk inn á mili. Svona plebbar eins og ég...Flestir þeirra sem ég spjallaði við voru hard-core aðdáendur og hlökkuðu mikið til. Rákumst ekki á aðra Íslendinga sem kom okkur töluvert á óvart.

Íslenska hljómsveitin Amina hefur hitað upp fyrir Sigur Rós í um tvö ár, að mér skilst og var engin breyting þar á þriðjudaginn. Amina skipa fjórar stúlkur og það er about it sem ég veit um þessa hljómsveit. Hafði hvorki séð né heyrt í þeim fyrr en á þriðjudaginn. Hafði heyrt nafnið en tónlistin var mér algjörlega ókunn. En allavega, þá mættu þær á sviðið um hálftíma eftir að auglýst dagskrá átti að hefjast, aðallega ég trúi ég vegna þess að fólk var enn að streyma í salinn. Amina spilaði í um hálftíma, instrumental ambient mjálm sem féll gífurlega vel í tónleikagesti. Þetta var allt voðalega hugljúft hjá þeim stöllum en heillaði mig ekkert sérstaklega. Persónulega vildi ég bara fá Sigur Rós á sviðið og skoðun mín því á þeirra frammistöðu ekki alveg sanngjörn.

Innkoma Sigur Rósar var glæsileg. Hvítt tjald huldi sviðið og ekkert að sjá af hljómsveitinni nema risastórar skuggamyndir. Þannig spiluðu þeir fyrsta lagið. Lagaval vinsælustu hljómsveitar Íslands samanstóð að mestu leyti af Ágætis Byrjun og Takk, þó inn á milli hafi læðst lög af (). Einnig voru 2-3 lög sem ég hef aldrei heyrt áður. Það er erfitt að taka út einstök lög og segja þau hin bestu hjá Sigur Rós en hápunktur kvöldsins fannst mér vera þegar þeir tóku Ný Batterí. Stórkostlegt! Spiluðu í um 1 1/2 tíma, að uppklappi meðtöldu.

Hvernig sem á það er litið, heilt yfir, hálft yfir, að hluta til, voru tónleikarnir stórkostlegir. Sleppi dramatísku lýsingunum sem gjarnan fylgja öllu sem Sigur Rós gerir og segi bara að þetta voru frábærir tónleikar í alla staði.

Eftir tónleikana hittum við Lukku, unnustu trommarans, en hún var að selja varning merktum Sigur Rós. Hún fór rakleiðis með okkur félagana baksviðs og kynnti okkur fyrir hljómsveitunum. Verð að viðurkenna að ég var eilítið ´star-struck´ í upphafi en það hvarf sem betur fer fljótlega, ekki síst vegna hversu viðkunnalegir tónlistarmennirnir voru. Nokkuð klassískt að segja að hin og þessi stjarnan hafi verið alveg "ótrúlega eðlileg og ekki með neina stjörnustæla..." Átti svosem ekki von á að það yrði málið hjá þessum drengjum, það sem kom mér hinsvegar mest á óvart var hvað þeir voru lítið skrýtnir. Einungis bassaleikarinn, Georg Hólm, virðist vera fær um að fara í viðtöl fyrir hönd hljómsveitarinnar þar sem hinir eru ávallt eins litlar feimnar álfastelpur þegar fjölmiðlafólk yrðir á þá. Nú ætla ég ekki að fullyrða að það sé einhver tilbúningur hjá þeim, en hinsvegar voru álfarnir með rauðu húfurnar hvergi sjáanlegir þetta kvöld.

Fengum okkur nokkra bjóra með þeim en þar sem Georg virtist alveg einstaklega ósáttur með nærveru okkar þarna, sögðum við upp grúppíustarfinu og létum okkur hverfa. Þó ekki fyrr en ég hafði gefið æstum aðdáendum nokkrar eiginhandaáritanir. Fyrir einhvern misskilning töldu þeir mig tilheyra hljómsveitinni, misskilningur sem ég var ekkert að leiðrétta. "Thanks for coming to our concert" var frasi sem ég notaði mikið þegar fólk var að dásama okkur strákana. Þó frægðin hafi bara varað þessar hefðbundnu fimmtán mínútur voru þær einstaklega skemmtilegar. Vakti mikla lukku hjá öðrum hljómsveitarmeðlimum (fyrir utan depressíu Georg) og hvatti Jónsi mig óspart áfram þar sem áritaði handleggi, miða og peysur af miklum móð. Frekar fyndið.

Niðurstaða:Fjórar stjörnur af fjórum mögulegum...Frábærir tónleikar sem stóðu fyllilega undir öllum væntingum.

hjh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband