Mánudagur, 15. október 2007
Jafnskemmtilegur og málning að þorna...
Þetta er eiginlega spurning frekar en fullyrðing eftir að ég fékk skemmtilegan tölvupóst í í morgun. Eftirfarandi er stuttur úrdráttur í bréfinu:
Góðann daginn
Ég vil einfaldlega benda á það að lýsingin á landsleiknum er sú allra versta sem ég hef orðið vitni af. Svo virðist sem þeir séu að lýsa málningu þorna, slík er stemmningin. Nú mætti halda að þetta sé vegna depurðar vegna úrslitanna en svo er alls ekki. Þegar við skoruðum vírtust allir vera ánægðir nema lýsendurnir sem virtust ekki hafa áhuga á því sem var að gerast í leiknum. Þetta varð svo verra og verra þegar leið á leikinn...
Það er nefnilega það...Það er kannski ekki við öðru að búast þegar maður þarf að feta í fótspor Samma og þeirra Sýnar-manna sem gjörsamlega sturlast úr æsingi þegar boltinn nálgast vítateiginn. Fólk er orðið vant því að lýsendur séu bara geðbilaðir úr spennu yfir öllu og engu.En, ég tek þessari uppbyggilegu "gagnrýni" á jákvæðan hátt og reyni að hressa mig við. Það skiptir víst öllu máli í dag að vera hress, faglegar vangaveltur sem mér fannst ég og Willum eiga, eiga sér kannski minni hljómgrunn en ég hélt.
Er´ekki allir í stuði?!
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En annars, horfði á stærstan hluta leiksins, mér finnst já, virkilega skemmtilegt þegar sá sem er að lýsa leiknum spjallar um eitthvað gáfulegt, bullar ekki bara eitthvað eins og gerist hjá sumum.
Hinsvegar er ég sammála póstskrifandanum að þú mættir vera örlítið líflegri.
Mest pósitívasti byrjunaríþróttafréttamaður hjá RÚV í langan tíma.
Jói (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:20
Faglegar umræður eru auðvitað stór partur af þessu öllu saman en það þarf alltaf að vera innlifun finnst mér. Sjálfur hef ég mest gaman af þegar Höddi Magg er að lýsa leikjum. Maður getur ekki annað en brosað þegar hann fer á flug. Á hinum endanum er svo Arnar Björnsson. Hann er fullkomið dæmi um of mikið af tölfræði og of skammti af "useless information".
Ef þú myndir finna einhvern milliveg milli þeirra tveggja væri ég seldur.
Tek samt undir með #1 að þú sért mest pósitívasti byrjunaríþrótafréttamaður hjá RÚV í langan tíma.
Kári H (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:32
Ég þakka hrósið og um leið tek ég mikinn mark á þessum athugasemdum. Hressingarlyfin verða með í för í næsta skiptið...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 15.10.2007 kl. 18:48
Spurðu Seth hvaða hressingarlyfi hann mælir með.
HBG (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:11
Hvernig er hægt að vera hress við lýsa leikjum Íslenska landsliðsins undir stjórn Eyjólfs ég spyr. Skemmtanagildi þess er nefnilega svipuð og að horfa á "málningu þorna".
Að endingu þá er hressingalyf SETH egils gull allavega þegar hann tapar fyrir undirrituðum í holukeppni.
Alli H (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:57
Jæja, segðu Nesta. Minn rauðbirkni félagi á Skaganum er sjaldan orða vant og oftar en ekki er mikill sannleikur í því sem hann segir...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 19.10.2007 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.