Miðvikudagur, 17. október 2007
Daily Show
The Daily Show með Jon Stewart er þáttur sem ætti að vera sýndur í íslensku sjónvarpi. Ég horfði á þennan þátt á hverju kvöldi öll árin sem ég bjó í Alabama og skemmtilegra sjónvarpsefni er vandfundið. Jason Jones, sá sem er með skrípalætin núna á Íslandi og fór mikinn í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, er einn af liðsmönnum þáttarins og einn af þeim fyndnari. Fyrir þá sem ekki vita er þátturinn þannig uppbyggður að hann á heita fréttaþáttur en er í raun skopstæling á þannig prógrömmum. Jon Stewart er svona "anchor-man" og Jason Jones og nokkrir aðrir "fréttamenn" hans og sérfræðingar.
Það hafa kannski ekki allir náð húmornum hjá þessum manni í dag, nú eða bara ekki fundist þetta fyndið. Allavega lá ég í krampa yfir þessu öllu saman.
Ég var svo heppinn að næla mér í miða í stúdíóið þar sem var verið að taka upp þáttinn þegar ég var í New York um síðustu jól. Það var virkilega gaman. Reyndar hafði ég einu sinni áður séð Jon Stewart með berum augum en það var á verðlaunahátið í Philadelphia fyrir tveimur árum. Þar sá hann um að afhenda verðlaunin, taka í spaðann á verðlaunahöfum og stilla sér upp í myndatöku með þeim. Reyndar sagði hann nokkur orð við mig, spurði mig reyndar spurningar, þar sem við stóðum hlið við hlið uppi á sviðinu í myndatökunni, en þar sem ég var bara eins og smástelpa sem hittir Birgittu Haukdal í fyrsta skipti, kom ég ekki upp einu einasta orði, ekki einu...engar ýkjur, hvorki hóst né stuna. Svitnaði bara og gretti mig. Já, maður er frekar fljótur að missa kúlið.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.