Daily Show

Jon StewartThe Daily Show með Jon Stewart er þáttur sem ætti að vera sýndur í íslensku sjónvarpi. Ég horfði á þennan þátt á hverju kvöldi öll árin sem ég bjó í Alabama og skemmtilegra sjónvarpsefni er vandfundið. Jason Jones, sá sem er með skrípalætin núna á Íslandi og fór mikinn í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, er einn af liðsmönnum þáttarins og einn af þeim fyndnari. Fyrir þá sem ekki vita er þátturinn þannig uppbyggður að hann á heita fréttaþáttur en er í raun skopstæling á þannig prógrömmum. Jon Stewart er svona "anchor-man" og Jason Jones og nokkrir aðrir "fréttamenn" hans og sérfræðingar. 

Það hafa kannski ekki allir náð húmornum hjá þessum manni í dag, nú eða bara ekki fundist þetta fyndið. Allavega lá ég í krampa yfir þessu öllu saman.

Ég var svo heppinn að næla mér í miða í stúdíóið þar sem var verið að taka upp þáttinn þegar ég var í New York um síðustu jól. Það var virkilega gaman. Reyndar hafði ég einu sinni áður séð Jon Stewart með berum augum en það var á verðlaunahátið í Philadelphia fyrir tveimur árum. Þar sá hann um að afhenda verðlaunin, taka í spaðann á verðlaunahöfum og stilla sér upp í myndatöku með þeim. Reyndar sagði hann nokkur orð við mig, spurði mig reyndar spurningar, þar sem við stóðum hlið við hlið uppi á sviðinu í myndatökunni, en þar sem ég var bara eins og smástelpa sem hittir Birgittu Haukdal í fyrsta skipti, kom ég ekki upp einu einasta orði, ekki einu...engar ýkjur, hvorki hóst né stuna. Svitnaði bara og gretti mig. Já, maður er frekar fljótur að missa kúlið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband