Fimmtudagur, 25. október 2007
Blæðandi magasár
Þvílík spenna og hasar! Var að sjá um kvöldfréttirnar (10-fréttir) einn í fyrsta skipti í kvöld og það var viðbjóður. Úrslit úr leikjum komu seint og illa og stressið við að koma þessu öllu saman fyrir útsendingu var gjörsamlega að fara með óharðnaðan nýliðann. Úff...Geir Magnússon dró mig að landi að þessu sinni en við vorum að klippa síðustu fréttina 90 sekúndum áður en hún átti að fara í loftið! Geir tók þessu nú öllu með jafnaðargeði en ég var að míga og skíta í mig af stressi. Maður segir ekkert "sorry, ég náði þessu ekki í tíma" á þessari stofnun. Nú eða í sjónvarpi yfir höfuð. Það kom berlega ljós að maður er ekki fær í flestan sjó í þessum bransa. Eeeen, ég gémmér tíma. Nokkrir mánuðir í viðbót og ég tek þetta með vinstri. Verð í það minnsta ekki með blæðandi magasár í lok vaktanna...bið ekki um meira í bili.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér rosalega vel í þessum bransa,áfram Tottenham,kv Einar Árni
Einar Árni (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:54
Félagi Hjörtur,
Ertu ekkert að jafna þig á magasárinu? þurfti nokkuð að leggja þig inn?
Batakveðjur úr Baugshöllinni
HBG (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:54
Áfram Tottenham, já það er virkilega gaman að þessu Einar Árni þessa dagana. Ég sá ekki RÚV í Norge en ef þið sjáið veðurfréttir á NRK einhverntíma þá fannst mér þeir allir vera lélegri en Hjössi Hjass....... Mér hef reyndar heyrt að konurnar séu ekkert sérstaklega ánægðar með hárgreiðsluna eða fatnaðinn. Mæli með því að þú takir Gísla Skessu á þetta og fáir spons hjá Óðinn eða Akrasport..
Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.10.2007 kl. 21:40
Dýptin í kommentum moggamannsins er botnlaus...
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 31.10.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.