Í næsta nágrenni

Ekki mikið á daga oss drifið undanfarið. Skagaklúbburinn  mínus R-ið og Guz, hittist um þarsíðustu helgi á La Primavera. Ein fjögur ár eru síðan ég sat síðasta fund með háttvirtum meðlimum,eða allt frá ég fluttist til kanalands. Það var því kærkomið að eiga kvöldstund með gömlu félögunum á ný. Og það er skemmst frá því að segja að kvöldið var stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Vissulega fengu nokkrar gamlar sögur að fjúka í hundraðasta skiptið en það var einnig óvenjumikið af nýju og fersku bulli. Næsti fundur er áætlaður í mars á næsta ári og verður jafnvel haldinn á erlendri grundu. Meira um það síðar...

 

Pé Pé

Sá örstutt viðtal knattspyrnuhetjuna Pétur Péturs í DV um daginn. Þar var hann spurður hvar hann ætti heima og kom þá í ljós að hann býr á Rauðalæk 42, en ég var einmitt að fjárfesta í íbúð við sömu götu, nánar tiltekið við 37. Ég sé það ekki fyrir mér að stundum okkar Péturs eiga eftir að fjölga við þessa staðreynd. Engu að síður finnst mér þetta staðfesta það sem ég og Gunnlaugur höfum alltaf vitað: Ég og Petró áttum alltaf meira sameiginlegt heldur en ég og Siddi! Held meira að segja að Siddi sé að flytja á Melhagann. Hvar býrð þú aftur Gulli? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælir,

fínt viðtal hjá þér í Sportinu í kvöld.

HBG (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:36

2 identicon

Nú, held ég að þú sért kominn útá glerhálan ís !!

 bíddu, hvar er Rauðilækur ?

G (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Kærar þakkir fyrir það Henry. Mjög áhugaverður kall sem er að fara gefa út bók á næstunni þar sem m.a. verður upplýst um einhverja leiki í enska boltanum sem voru ´fixaðir´.

Er ég kominn á hálan ís?!?!  Það ert þú sem er kominn á hálan ís! Sárar staðreyndir hrúgast inn sem styðja það sem ég hef sagt í mörg ár...

Rauðalækur er í Laugardalnum. 

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 6.11.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband