Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
AUM á leið í úrslitakeppnina
Þar sem það þykir ekki fréttnæmt á íþróttadeild RÚV að AUM sé komið í úrslitakeppnina flyt ég bara fréttir af því hér. AUM vann glæstan sigur á sterkum keppinautum okkar í undan-og úrslitaleikjum Regionals-keppninnar. Í undanúrslitum unnu þeir Berry, 4-1 og í úrslitaleiknum vannst sætur sigur á Lee, 4-3, þar sem Kári "leggjalangi" Ársæls setti tvö úr vítaspyrnum. Hélt reyndar að Sigurður eða Maggi væru skyttur, en þeim hefur greinilega brugðist bogalistin á tímabilinu. Strákarnir stefna nú ótrauðir til Kansas þar sem úrslitakeppnin fer fram. Síðast þegar stórlið AUM lék í Kansas fór liðið alla leið í úrslitaleikinn. Það yrði óskandi ef drengirnir tækju skref til viðbótar og kláruðu dæmið núna...Annars er hægt að fylgjast með afrekum minna manna á heimasíðu míns ástkæra skóla á eftirfarandi slóð www.aum.edu.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að vita að legendið fylgist með gangi mála í ameríkunni. En í sambandið við vítaskyttuna þá brást mér bogalistinn í 4 spyrnu og maggi líka. En annars hefur vörninn tekið að sér markaskorun þar sem við erum komnir með 19 mörk til samans!!!
Annars bið ég bara að heilsa
Siggi sörensen
ps loksins valinn í all conference þannig að ég geta skilað verðlaununum sem þú lánaðir mér:)
SIGURJÓN (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:13
Það á ekkert að taka af mönnum skyttuhlutverkið þó ein og ein spyrna fari í súginn. En það er gott til þess að vita að vörnin sé búin að taka að sér markaskorunina, svo lengi sem einhver af ykkur geri það...
Til hamingju með verðlaunin! Það hlaut að koma að þessu. Það var ekki hægt að ganga framhjá þér öllu lengur!!
Skilaðu kveðju til drengjanna minna
hjh
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 9.11.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.