Toppnum náð?

Þessari spurningu velti ég fyrir mér í gær. Var á labbi hér um ganga útvarpshússins þegar engin önnur en Gerður G. Bjarklind kallar nafn mitt. Tók hún mig spjalli til þess að hrósa mér fyrir góða frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi. Ekki amalegt að fá klapp á bakið frá "þulu allra tíma". Ég hugsa að það sé vandasamt að finna þekktari rödd en hennar og ég ímynda mér að hver einasti landsmaður hafi heyrt í Gerði, hvort sem hann áttar sig á því eða ekki...

Nú þegar öll spjót virðast standa að íþróttadeild RÚV, létta svona stundir ögn lundina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki spjallað við Gerði, en hef aldrei heyrt nema góða hluti um hana. Það var jú líka Gerður sem var á sínum tíma eina manneskjan á Rúv sem var almennileg við þá Tvíhöfðabræður þegar þeir byrjuðu. Sagðist fíla húmorinn þeirra í botn. Þeir Jón og Sigurjón áttu ekki von á stuðningsyfirlýsingu úr þeirri áttinni.

-BB 

BB (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Mikið rétt Baldur, einstaklega viðkunnaleg kona með mikinn sjarma.

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 8.12.2007 kl. 14:45

3 identicon

Til hamingju með áfangann.

Næst er að sanna að þú getir framleitt fréttir, ekki bara lesið yfir skíðamyndir frá Val D´Isere.

Þá skal ég kalla eftir þér á ganginum og spjalla við þig.

kv,
Bingi

HBG (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Annars ekki??? Ekki veit ég í hvaða hásæti þú telur þig sitja, herra Henry, að þú telur þig vera í fullum rétti og eiga inneign fyrir því að geta hæðst að þeim sem eru í sömu starfstétt og þú, fyrir að vera ekki jafnfrábærir í starfinu og þú augljóslega telur þig vera....

Það má vel vera að þú teljir mitt starf ekki merkilegra en það að ég geri fátt annað en að lesa yfir skíðamyndir sem berast frá Austurríki- en ekki getum við allir verið "alvörublaðamenn", þ.e.a.s, unnið á Fréttablaðinu...

Menn sem taka ekki alltaf gríninu frá þér Henry, eru vísast bara viðkvæmir bolir í þínum augum með engan húmor. Það er auðvitað mjög auðvelt. Menn geta skotið fast, menn verða líka aðeins að kunna sig...

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 13.12.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband