Stórmennið Gunnar G.

Ég hef gert lítið af því hér að draga fram mikið af neikvæðum hlutum, nóg kvarta ég og kveina-svona almennt, svo ég sé nú ekki að bæta því inn hér, eeeeen, ég get bara ekki orða bundist. Yfirlýsing Gunnars Gylfasonar, aðstoðar"dómara" er einhver aumasta tilraun til að fría sig frá rangri ákvörðun sem bæði hann og Kiddi bera ábyrgð á. Og þó svo að Gunni sé að segja satt, þ.e. að hann hafi flaggað horn en ekki stutt K.J. í því að dæma víti, þá er mikill óþarfi að baula því í fjölmiðla. Ekki veit ég afhverju hann fann sig "knúinn" til að koma þessu á framfæri- veit ekki til þess að nokkur hafi fjallað um málið á þann hátt að Gunni hefði átt að móðgast eitthvað sérstaklega. Kannski er hann bara svona fúll útí Kristinn fyrir að segja að þeir tveir hafi verið "algjörlega sammála um að dæma vítaspyrnu". Síðan bætti Kristinn auðvitað í í fyrradag í Fréttablaðinu en afhverju sagði Gunnar bara ekki við Kidda strax frá upphafi, eftir fyrsta viðtal Kristins, að hann vildi ekki vera "bendlaður" við þennan ranga dóm. 

Mér finnst þetta allt frekar skrýtið þar sem dómararnir geta talað saman í gegnum ´headsettin´og því hægðarleikur að koma í veg fyrir þann misskilning sem Gunnar vill meina að hafi átt sér stað. Nema hann sé að gefa í skyn að Kiddi sé bara að ljúga upp á hann... 

Varla heldur Gunni að óflekkað orðspor hans sem stórkostlegur dómari hafi beðið hnekki og nú hafi hann endurreist það. Nei, nú er ég farinn að þvæla tóma vitleysu- það er ekki nokkur maður sem finnst Gunni vera stórkostlegur dómari...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Er alveg sammála þér, finnst merkilegt að dómarar ætli að reka þetta mál í fjölmiðlum. Þetta er eitthvað sem þeir eiga bara að leysa sín á milli. Ef það gengur ekki þá á dómaranefnd að hjálpa þeim.

Hvernig ætla þeir að fara að því að vinna saman eftir þetta?

Rúnar Birgir Gíslason, 20.12.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband