Ætli Villi sé geðveikur?

Mér finnst þetta mjög sanngjörn spurning. Gamli góði Villi hefur undanfarnar vikur borið af sér þokka manns sem er ekki alveg heill á geði. Annaðhvort er Villi óskaplega einfaldur maður sem lét fíflast soldið með sig á sínum tíma eða þá að hann er mjög óheiðarlegur stjórnmálamaður. Hvort sem er verður maðurinn að fara snúa sér að einhverju öðru.

Það fór um mig kjánahrollur þegar ég fylgdist með Villa á blaðamannafundinum í gær. "Ég hef axlað ábyrgð með því að missa meirihlutann og borgarstjórastólinn". Ég er nokkuð viss um að allir aðrir en Villi átti sig á því að hann átti engan þátt í því að hann og hans fólk var sett af. Síðan veit ég ekki betur en að hann sé aftur kominn í meirihlutasamstarf og borgarstjórastóllinn verði hans á nýjan leik eftir u.þ.b. 14 mánuði! Það er gott að menn axli ábyrgð...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur baulað um það í áraraðir að kjörnir fulltrúar og skipaðir embættismenn ættu beri meiri ábyrgð á gjörðum sínum og annarra undirmanna sinna. Sérstaklega voru þeir háværir þegar spítalaforstjórarnir fóru ár eftir ár framúr fjárhagsáætlunum en sátu alltaf sem fastast. Líkast höfðu þeir bara ekki úr nægum peningum að spila en það er annað mál. Pistlahöfundur Fréttablaðsins dregur skemmtilega fram í blaði dagsins ummæli Villa Vill þegar Þórólfur var að gera í sig fyrir nokkrum árum. Þar heimtaði Villi-réttilega- að Þórólfur segði af sér. Það er ekki mikill munur á þessum tveimur málum. Þórólfur sagði á endanum af sér- Villi...hann verður aftur borgarstjóri. Æi, er nokkuð ástæða til að vera nölla yfir þessu. Það er nefnilega mjög gaman af þessum öllu saman. Fullorðnir menn snöktandi í gríð og erg yfir óréttlæti heimsins og það í beinni útsendingu. Það toppar fátt svona sjónvarpsefni.

Svona nokkuð myndi aldrei gerast upp á Skaga. Gítar-Gilli og Gunni snúður myndu ekki leyfa það. Verkalýðshetja okkar Skagamanna, Villi Bigg er líka virkasti varðhundur landans um þessar mundir og með hann í nágrenninu þora menn ekki í neinn monkíbissness! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband