Tilbage

Jæja, þá er maður kominn heim eftir vel heppnaða ferð til Danamanna. Fínt veður- þannig lagað- ágætar æfingar og góðir leikir. Klassískir íslenskir hlutir gerðir í Köben- rölt um Strikið og auðvitað kíkt í H&M. Sitthvað verslað þar. Ekki fékk næturlífið í Köben að njóta nærveru minnar að þessu sinni þar sem höfuðstöðvar okkar voru í Köge, smábæ 40 mín frá Kaupmannahöfn.

Íslendingaskemmtunin heppnaðist ljómandi vel þar sem Björn Jörundur fór hamförum með Jón Ólafs sem meðreiðarsvein. Tóku reyndar bara þrjú lög og hefðu að ósekju mátt taka fleiri (eins og reyndar til stóð) en giggið var brilljant hjá þeim félögum engu að síður.

Einn af hápunktum ferðarinnar var hinsvegar ekki í auglýstri dagskrá við upphaf ferðar. Skagamaðurinn Þórhallur Rafns Jónsson, félagi minn frá Skallagrímsárunum er búsettur rétt hjá Ráðhústorginu og eftir að hafa sett mig í samband við hann þegar út var komið bauð hann og Arndís mér og Ollu í mat til sín. Þar tóku þau hjón höfðinglega á móti okkur með þriggja rétta máltíð og alles. Afar ánægjuleg kvöldstund sem við áttum þar enda langt um liðið síðan og ég Tolli (kallast það nú reyndar eitthvað takmarkað núna) höfum hist.

Ljómandi gott allt saman, jájá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband